Heimili heimskunnar…

Er að missa vitið vegna stórfyrirtækis

Posted in Uncategorized by liljakatrin on september 27, 2010

Halló heimur!

Ég skrifaði hryllingssögu fyrir stuttu um samskipti mín við Vodafone. Hana má lesa hér. Ég lofaði að leyfa fólki að fylgjast með gangi máli og stend við mitt.

Kærastinn minn var svo óánægður með þjónustuna sem við fengum, eða vöntun á þjónustu, að hann heimtaði að fá að tala við yfirmann og fá skaðabætur vegna þess að við vorum net- og sjónvarpslaus í tæpar tvær vikur. Símtal númer eitt kom stuttu eftir að hann óskaði eftir þessu samtali. Var það kona sem vildi fá að vita hvernig samskipti okkar við fyrirtækið hefðu verið og vildi líka biðjast afsökunar. Kærastanum mínum fannst afsökunarbeiðni ekki nóg og vildi fá að tala við einhvern sem gæti bætt okkur skaðann.

Nokkrum dögum seinna hringdi einhver yfirmaður og eftir heljarinnar samtal þar sem kærastinn minn kom manninum í skilning um að við þyrftum skaðabætur fengum við Stöð 2 og Stöð 2 Sport 2 frítt í mánuð. Við vorum mjög ánægð með þessar sárabætur og fór kærastinn minn strax daginn eftir að ná í Digital Ísland-myndlykil. Átti sjónvarpið að detta inn næsta dag, árla morguns. Það gerðist ekki.

Um kvöldið var kærastinn minn búinn að hringja nokkrum sinnum í Vodafone og 365 og ekkert gerðist. Var honum vísað fram og til baka og þóttist enginn geta gert neitt til að laga þetta fyrir okkur. Loksins fékk hann samband við unga stúlku sem sagði okkur einfaldlega að rangur myndlykill hefði verið skráður á okkur. Þá var kærasti minn búinn að eyða sirka tveimur klukkutímum í símanum og enginn hafði athugað þetta vandamál sem var leist á nokkrum mínútum.

Ég skil ekki svona fyrirtæki sem eiga að vera stórfyrirtæki á Íslandi. Ég trúi ekki að ég sé eina manneskjan sem hefur lent í þessu. Ef að netið eða sjónvarpið dettur út á næstu dögum þá er ég nokkuð viss um að ég þurfi að leggja kærastann minn inn.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Eitt svar

Subscribe to comments with RSS.

  1. Ragnar Eiríksson said, on september 27, 2010 at 9:34 e.h.

    Ég var sjónvarpslaus allan aprílmánuð í vor því þeir seldu mér þjónustu sem var ekki í boði á svæðinu þar sem ég bý með því skilyrði að ég skrifaði upp á 6 mánaða áskrift. Ég fékk 10000 kr inneign í bætur og núna um mánaðamótin flyt ég allt galleríið til baka til Símans. Vodafone er hörmungarfyrirtæki – netið var alltaf að rofna, ég hafði meira en 50 sjónvarpsstöðvar hjá Símanum en mest 10 hjá Vodafone – ég kaupi ekki Stöð 2! Ég er frjáls!!!!!

    Kveðja


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: