Heimili heimskunnar…

Mitt mesta mongó móment

Posted in Uncategorized by liljakatrin on september 24, 2010

Halló heimur!

Ég hóf minn feril í fjölmiðlum árið 2003 þegar ég byrjaði að vinna í afgreiðslunni á Fréttablaðinu. Þar kynntist ég einni af mínum allra bestu vinkonum, henni Írisi, sem ég er afar þakklát fyrir. Þessi vinátta gerði vinnuna líka bærilega þar sem hún var ekkert sjúklega skemmtileg.

Vinna okkar fólst í því að svara símtölum frá reiðum landsbúum sem höfðu ekki fengið Fréttablaðið þann daginn. Vinsælir frasar þegar maður svaraði kurteislega í símann voru: „Er Fréttablaðið hætt að koma út?“ eða „Kemur Fréttablaðið ekki út í dag?“ Ég get ekki líst þeirri ánægju þegar ég gat svarað seinni spurningunni neitandi þá fáu hátíðisdaga sem blaðið kom ekki út. Þá var aðilinn á hinum endanum kjaftstopp.

Við þurftum einnig að sjá um smáauglýsingarnar í Fréttablaðinu og þar voru bílaauglýsingarnar vinsælastar. Við, fjórar til fimm stelpur, vorum sveittar við að skrifa inn hin ýmsu bílanöfn og lýsingar á þeim ýmsu bílaaukahlutum. Þarf ég varla að taka það fram að við vissum ekkert um bíla. Með tímanum lærði maður hitt og þetta um undraveröld bílanna og þegar ég vissi ekki eitthvað lét ég bara eins og ég vissi það.

Þessi tækni virkaði vel þangað til ungur herramaður settist í stólinn hjá mér einn haustmorgun. Hann var að reyna að selja stóran flutningabíl. Hófst lesturinn og í miðri auglýsingu las hann upp orð sem ég hreinlega skildi ekki. Var viss um að þetta væri eitthvað rosalega tæknilegt sem væri í fáránlega fáum bílum og las upp eftir manninum:

„Friðstýr,“ sagði ég við hann rosa kát með að hafa platað mig út úr þessu. Hélt að ég gæti haldið áfram með auglýsinguna en svo var ekki. Ég hafði ekki tippað á rétta orðið og maðurinn endurtók það frekar hissa.

„Jááá, fríðstýr,“ sagði ég og enn og aftur viss um að ég hefði hitt naglann á höfuðið. Nú rak maðurinn upp stór augu og byrjaði að flissa. Sem og Íris vinkona mín sem sat við hliðina á mér. Hann endurtók orðið í þriðja sinn og þá var ég pottþétt á því að ég væri með þetta rétt.

„Já einmitt. Fyrirgefðu. Frístýr,“ sagði ég skýrt og greinilega. Þá sprakk Íris vinkona mín úr hlátri, leit á mig og öskraði:

„LILJA, ÞETTA ER FRYSTIR!“

Maðurinn hló, Íris hló og ég skellihló. Einhvern veginn náði ég að klára auglýsinguna, gaf manninum afslátt fyrir asnalegheitin og kvaddi hann.

Enn þann dag í dag er þetta mitt mesta mongó móment – og það áður en ég litaði hárið á mér ljóst.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

4 svör

Subscribe to comments with RSS.

 1. Svanhvít said, on september 24, 2010 at 7:40 e.h.

  Hahahahahaha snilld!!!!!!!

 2. Linda said, on september 24, 2010 at 8:05 e.h.

  Thú ert líka yndisleg:)

 3. Inga Aronsdóttir said, on september 24, 2010 at 8:09 e.h.

  Hahahaha ég sé þig í anda, ég átti sjálf svipað móment en ég var einmitt að vinna á smáauglýsingunum hjá 24 stundum… það kom einhver karl að auglýsa einhvern langendorf bíl með svona og hinsegin fítusum… Furðulegasta smáauglýsingin var þó klárlega þegar það átti að óska eftir líkum… say no more…

 4. Íris said, on september 24, 2010 at 8:41 e.h.

  HAHAHAHAHAAHAH! Ég elska þetta móment. priceless jaaaaaá … friiiiðstýr hahahah


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: