Heimili heimskunnar…

Þarf virkilega fjórar manneskjur til að skrifa þetta?!

Posted in Uncategorized by liljakatrin on september 23, 2010

Halló heimur!

Síðustu vikur hef ég fengið Morgunblaðið heim til mín og þar af leiðandi fylgiblaðið Mónitor á miðvikudögum. Alltaf finnst mér þetta blað hrikalega þunnt og í dag ákvað ég að athuga hve margir fá borgað fyrir að skrifa í það.

Í blaðinu í dag er eitt stórt viðtal við knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson sem er örugglega tekið í gegnum tölvupóst þar sem hann er búsettur í Þýskalandi. Einnig eru í blaðinu fjögur örviðtöl sem ég gæti tekið öll á sama klukkutímanum. Þá eru nokkrir dálkar sem eru þýddir eða teknir beint af netinu, umfjöllun um bíómyndir (þýdd) og eitthvað sem heitir Lokaprófið og Síðast en ekki síst sem er pottþétt unnið í gegnum tölvupóst.

Þegar ég fletti blaðinu hugsa ég með mér að ég gæti skrifað það allt og átt einn frídag í venjulegri vinnuviku. En það er greinilega ekkert verið að spara á Mogganum því á Mónitor eru heilir ÞRÍR blaðamenn auk ritstjóra. Hvaða grín er það? Vil ég taka það fram að á Séð og Heyrt, sem er 64 síðna blað (ekki 16 síður eins og Mónitor), vinna eins og er þrír blaðamenn (þar sem ég er í sumarfríi) og einn ritstjóri. Þessum fjórum manneskjum tekst að vinna fjórum sinnum meira efni en Mónitor á sama tíma.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: