Heimili heimskunnar…

Geðveikar míní-pítsur – uppskrift

Posted in Uppskriftir by liljakatrin on september 20, 2010

Halló heimur!

Ég ákvað að skella í nokkrar míní-pítsur fyrir svanga afmælisgesti á laugardaginn. Ég hef aldrei gert míní-pítsur áður en fann uppskrift í Gestgjafanum og ákvað að prófa hana með smá breytingum. Ég var pínu skeptísk með þessar pítsur en hvað er að frétta?! Þær voru GEÐVEIKAR! Ótrúlega sniðugt snakk í afmæli eða aðrar veislur – mjög auðvelt og eitthvað sem allir fíla.

Það sem þarf:

1 stk pítsadeig (ég keypti tilbúið út í búð til að spara mér tíma)

1 sæt kartafla

1 lítill pakki rjómaostur

1 pakki parma skinka

1 krukka rautt pestó

Basil

Aðferð:

Skrælið sætu kartöfluna og skerið hana í litla bita. Steikið bitana á pönnu með smá ólífuolíu þangað til þeir eru orðnir nægilega mjúkir. Skerið út litla hringi í pítsadeig – ég náði fimmtán litlum pítsum. Smyrjið rauða pestóinu á hringina og skiptið sætu kartöflunum jafnt á milli þeirra. Setjið smá klípu af rjómaosti ofan á (í upprunalegu uppskriftinni er fetaostur) og því næst hálfa parma skinkusneið ofan á. Smá basil á toppinn og inn í ofn í 15 til 20 mínútur við 220°c. Nammi namm!

Ég gleymdi að taka myndir af mínum pítsum þannig að þið fáið einhverjar miklu ógirnilegri míní-pítsur.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: