Heimili heimskunnar…

Viltu ættleiða götuhorn í einn dag?

Posted in Uncategorized by liljakatrin on september 18, 2010

Halló heimur!

Hér á eftir fylgir smá orðsending frá þeim vösku konum sem vinna nú hörðum höndum við að skipuleggja kvennafrídaginn 25. október. Endilega tjékkið á þessu – mjög sniðugt konsept. Þetta verður frábær dagur!

Við leitum að söngkonum, sirkuslistakonum, leikkonum, áhugasömum konum, sjálfboðaliðakonum, skáldkonum, gjörningalistakonum, amatörum og öllum konum sem vilja vera memm á baráttufundi kvenna þann 25. október nk í miðbæ Reykjavíkur. Við erum að leita sérstaklega að konum sem myndu vilja „ættleiða götuhorn“ á leiðinni sem baráttugangan mun liggja (frá Hallgrímskirkju að Arnarhól) og vera með einhverskonar uppákomu á þessu götuhorni. Um er að ræða 12 götuhorn, allt frá Kárastígs til Hverfisgötu.

Þær sem ættleiða götuhorn munu fá götuna skírða í höfuðið á sér í tilefni dagsins. Markmiðið með þessu er að vekja athygli á hve fáar götur í borginni heita eftir konum, en líka til að færa borgina í hendur okkar kvennanna í einn dag. Þetta götuhorn yrði að öðru leyti þitt hugarfóstur. Þú mættir gera það sem þú vildir þar, t.d. vera með dansatriði (og hóa jafnvel í aðrar viljugar konur til að vera með þér), götuleikhús, tónlistaratriði, mótmælastöðu, fjöldasöng, útiprjón – já bara hvað sem hugurinn girnist. Hér má hugsa stórt, jafnvel upp á húsþök eða svalir (það má alltaf athuga hvort ekki fáist leyfi fyrir því). Þótt þetta sé ekki launað uppátæki er mögulegt að fá efniskostnað (ef einhver er) borgaðan.

Þær sem ekki vilja ættleiða götuhorn en vilja samt vekja athygli og gleði með einhverjum öðrum hætti eru líka hvattar til að gefa sig fram!

Sendið póst á bryndis64@simnet.is eða thordiselva@gmail.com eða olofhugrun@gmail.com. Öllum verður svarað. LÁTIÐ ÞETTA GANGA ELSKU KONUR!


Njótið vel og lengi!

-L

Við leitum að söngkonum, sirkuslistakonum, leikkonum, áhugasömum konum, sjálfboðaliðakonum, skáldkonum, gjörningalistakonum, amatörum og öllum konum sem vilja vera memm á baráttufundi kvenna þann 25. október nk í miðbæ Reykjavíkur. Við erum að leita sérstaklega að konum sem myndu vilja „ættleiða götuhorn“ á leiðinni sem baráttugangan mun liggja (frá Hallgrímskirkju að Arnarhól) og vera með einhverskonar uppákomu á þessu götuhorni. Um er að ræða 12 götuhorn, allt frá Kárastígs til Hverfisgötu.

Þær sem ættleiða götuhorn munu fá götuna skírða í höfuðið á sér í tilefni dagsins. Markmiðið með þessu er að vekja athygli á hve fáar götur í borginni heita eftir konum, en líka til að færa borgina í hendur okkar kvennanna í einn dag. Þetta götuhorn yrði að öðru leyti þitt hugarfóstur. Þú mættir gera það sem þú vildir þar, t.d. vera með dansatriði (og hóa jafnvel í aðrar viljugar konur til að vera með þér), götuleikhús, tónlistaratriði, mótmælastöðu, fjöldasöng, útiprjón – já bara hvað sem hugurinn girnist. Hér má hugsa stórt, jafnvel upp á húsþök eða svalir (það má alltaf athuga hvort ekki fáist leyfi fyrir því). Þótt þetta sé ekki launað uppátæki er mögulegt að fá efniskostnað (ef einhver er) borgaðan.

Þær sem ekki vilja ættleiða götuhorn en vilja samt vekja athygli og gleði með einhverjum öðrum hætti eru líka hvattar til að gefa sig fram!

Sendið póst á bryndis64@simnet.is eða thordiselva@gmail.com eða olofhugrun@gmail.com. Öllum verður svarað. LÁTIÐ ÞETTA GANGA ELSKU KONUR!

Sjá meira

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: