Heimili heimskunnar…

Okur á amerískum dögum í Hagkaupum

Posted in Uncategorized by liljakatrin on september 17, 2010

Halló heimur!

Ég hætti mér inn í Hagkaup áðan til að kaupa mér sódavatn og við mér blasti bandaríski fáninn í ótal stærðum og gerðum. Það eru sem sagt amerískir dagar í Hagkaupum.

Er ég rölti um búðina og skoðaði allt ameríska, litríka góðgætið þakkaði ég Guði fyrir í hljóði að ég bý ekki í Bandaríkjunum. Ég væri orðin sirka fjögur hundruð kíló – ég meina meira að segja eplin eru sykurhúðuð!

Ég gekk inn í gosdrykkjadeildina og ákvað að taka mér þrjár 330 millilítra dósir af einhverju  framandi og helamerísku. Þessar dósir kostuðu 159 krónur stykkið sem mér fannst í stífara lagi en réttlætti það með því að ég versla aldrei í Hagkaupum nema þegar afsláttur er á nammibarnum.

Meðal þess sem ég keypti var Mountain Dew Distortion sem kom fyrst á markaðinn í ár. Dósin er afskaplega svipuð og upprunalegi Mountain Dew-drykkurinn sem hefur verið á markaði síðan árið 1964 en mun bragðið vera örlítið frábrugðið og læmkenndara. Annars næstum því sami drykkurinn. En þetta næstum því er greinilega mjög dýrt því ég keyrði næst í Bónus að versla hitt og þetta og rakst á Mountain Dew-dós á 65 krónur. 65 krónur! Ég bara vil ekki trúa því að maður þurfi að borga tæplega hundrað kaddl fyrir gervilæm. Ég held ég láti næst bara eina læmsneið í Mountain Dew-ið mitt þó ég efast um að ég muni kaupa það aftur í nánustu framtíð.

Það er samt gaman að lesa á dýrari dósina: „Lime blasted dew natural and artificial flavor“.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: