Heimili heimskunnar…

Þetta skaltu gera í Stokkhólmi!

Posted in Uncategorized by liljakatrin on september 17, 2010

Halló heimur!

Nú er rétt tæplega vika síðan ég kom heim frá Svíþjóð og er ég enn í sæluvímu. Það er dásamlegt að vera í Stokkhólmi. Mjög róleg stórborg þar sem allir eru vinalegir – meira að segja afgreiðslufólkið í verslununum.

Við gistum á tveggja stjörnu hóteli, réttara sagt gistiheimili, á Sveavägen 142, um fimm hundruð metrum frá aðalverslunagötunni, Drottningagatan. Hótelið er uppi á hæð við hliðina á eldgamalli og undurfagurri kirkju. Fyrir neðan hótelið er dásamlegur leikvöllur þar sem dóttir mín skemmti sér konunglega. Hótelið sjálft á ekki skilið meira en þessar tvær stjörnur en var ótrúlega gott miðað við fjölda stjarna. Það var þrifið á hverjum degi, morgunmatur með öllu því helsta, ágætisrúm og sjónvarp í herberginu. Mjög snyrtilegt baðherbergi sem er afar mikilvægt. Starfsfólkið var líka einstaklega liðlegt og mjög stutt í allt frá þessu hóteli. Ég gef því mín bestu meðmæli. Ef þið viljið gista á fínna hóteli þá mæli ég samt sem áður með því að þið kíkið á leikvöllinn sem hentar börnum á öllum aldri – meira að segja mér.

Fyrrnefnd Drottningagata er stútfull af búðum, þá sérstaklega H&M sem ég þarf ekki að mæla með fyrir Íslendinga. Ég mæli líka með versluninni Lindex ef þið viljið versla barnaföt. Þar eru fötin svipað ódýr og í H&M en mun flottari að mínu mati. Lindex er að finna víða í miðbænum – þið getið ekki misst af því. Ef þið dömurnar viljið kaupa ykkur nærföt mæli ég með KappAhl sem er að finna til dæmis í verslunarmiðstöðinni Gallerian sem þið megið ekki láta framhjá ykkur fara. Gallerian er verslunarmiðstöð sem er að hluta til neðanjarðar og rambið þið á hana ef þið gangið Drottningagötuna. Nákvæmt heimilisfang er Hamngatan 37.

Margar verslanir í Stokkhólmi eru skírðar furðulegustu nöfnum. Besta nafnið er án efa C.U.M Clubwear. I rest my case.

Veitingastaðirnir eru prýðilegir í Stokkhólmi en einn stendur upp úr. Þar sem ég fagnaði afmælisdeginum mínum í borginni ákvað minn heittelskaði að panta borð á fínum veitingastað sem heitir Rolfs kök (sem við bárum alltaf fram sem Rolfs cock því það er fyndnara). Sá staður minnir mig á Fiskfélagið. Frábært umhverfi, geðveik þjónusta og dásamlegur matur. Staðurinn er í hliðargötu Drottningagötunnar, Tegnérgatan 41, og mæli ég með að þið kíkið á heimasíðuna.

Ef ykkur langar í vangefinn eftirrétt farið þá á Café Bel Mondo á Drottningagötunni. Þar eru seldar geðsjúkustu kökur sem ég hef smakkað. Ég fékk mér Oreo-tertu og kæróinn karamellu-sykurpúða-súkkulaðibombu. Sjúkt!

Svo ef ykkur langar í bjór eins og Hómer Simpson drekkur þá er þýsk bjórverslun á Sveavägen, ekki langt frá Hótel Vanadis, sem selur Duff-bjór dýrum dómum. Flaskan er á 1.600 kaddl en alveg þess virði.

Ef Drottningagatan er gengin á enda koma ferðalangar að Gamla stan, eða gamla bænum. Hann er vert að skoða. Mjög kósí, góðir, litlir veitingastaðir og svo getur maður barið konungshöllina augum sem er eiginlega skylda.

Allt í allt er Stokkhólmur falleg, vinaleg og minnst skandinavíska borg sem ég hef komið til, ef frátaldar eru allar H&M-verslanirnar sem eru bókstaflega á hverju götuhorni. Á rölti um borgina fannst mér ég stundum vera í Moskvu, stundum á Ítalíu og stundum á Spáni. Mjög hressandi.

Ekki skemma tugir tóbaksbúða fyrir þar sem óteljandi munntóbakstegundir eru í boði.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: