Heimili heimskunnar…

Þvílík snilldarplata!

Posted in Netið by liljakatrin on september 16, 2010

Halló heimur!

Til er hljómsveit. Hún heitir Florence and the Machine, stundum skrifað Florence + the Machine. Hljómsveitin samanstendur af ensku poppdrottningunni Florence Welch og fjölmörgum listamönnum sem spila með henni tónlist til að henta hennar undurfögru röddu.

Ég heyrði fyrst tónlist Florence fyrir nokkrum mánuðum í auglýsingum og þáttum á bresku stöðvunum sem ég er með í sjónvarpinu. Ég fílaði lögin en ákvað að þetta væri eitthvað one hit wonder. Gaf Florence engan sjéns.

Upp á síðkastið hefur lagið hennar Cosmic Love verið spilað daglega á X-inu og ég varð alltaf meira og meira ástfangin af þessu lagi. Ég vissi að ég yrði að komast yfir fyrstu plötu hennar, Lungs. Hún kom út í júlí í fyrra og er ein mest selda platan í Bretlandi árið 2009 og 2010. Og engin furða. Þessi plata er fullkomnun. Öll lögin eru góð – þá sérstaklega Drumming og fyrrnefnda Cosmic Love sem mér finnst bara eitt besta lag síðari ára.

Ekki skemmir fyrir að söngkonan Florence er nokkuð svöl og blússandi rauðhærð. Vel gert!

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: