Heimili heimskunnar…

Hvers konar fyrirtæki er þetta eiginlega?!

Posted in Uncategorized by liljakatrin on september 15, 2010

Halló heimur!

Fyrir sléttum tveimur vikum aftengdi Vodafone internetið og skjáinn frá Símanum því við kærastinn minn vorum að skipta yfir í Vodafone. Þá héldum við að við fengum internetið hjá þeim kviss búmm bamm en nei. Í gær loksins fengum við netið eftir tæplega tvær net- og sjónvarpslausar vikur því það er víst ekki einu sinni hægt að sjá RÚV nema að vera með svona skjáafruglara.

Samskipti okkar við Vodafone eru eiginlega hræðileg. Áður en við fórum til Svíþjóðar í síðustu viku var kærastinn minn búinn að hringja nokkrum sinnum í Vodafone til að kvarta yfir þessu og í hvert skipti þurfti hann að bíða í að minnsta kosti 25 mínútur. Þegar samband náðist loksins við einhvern hjá Vodafone var okkur sagt að þetta væri eitthvað hjá Mílu – þeir hefðu klúðrað þessu. Alltaf átti að hringja í kærastann minn aftur og laga þetta en ekkert gerðist.

Við komum heim á sunnudagsnóttu og á mánudaginn var ekkert net komið. Þá fauk í kærastann (hann er einstaklega skapstór þegar svona vitleysa er í gangi ólíkt mér sem bara læt vaða yfir mig á skítugum skónum) og hann hringdi í Vodafone. Þurfti að bíða í þessar klassísku 25 mínútur og var síðan sagt að það yrði sendur viðgerðarmaður á morgun, í gær sem sagt. Það tók tólf daga fyrir þetta fyrirtæki að senda viðgerðarmann til að laga þetta vesen! Frábær þjónusta eða hitt þó heldur.

Í gær kom yndislegur viðgerðarmaður af pólskum uppruna og gerði allt sem hann gat en sagði mér að þetta væri eitthvað sem lægi hjá Mílu – mistök í tengingu eins og við höfðum heyrt áður. Hann sagðist vera búinn að senda beiðni og þetta ætti að vera komið í lag á morgun – í dag sem sagt. Seint í gær var netið komið.

Datt engum hjá Vodafone í hug að pressa á Mílu strax í upphafi vesenisins ég bara spyr?!

Nú er kærastinn minn að leggja á ráðin og ætlar svo sannarlega að fá einhverjar skaðabætur vegna þessa óþæginda okkar. I’ll keep you posted hvernig það fer.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

3 svör

Subscribe to comments with RSS.

 1. Solla frænka ; ) said, on september 15, 2010 at 1:15 e.h.

  Veistu það Lilja að við höfum líka lent í þvílíku veseni með Vodafone þannig að við hættum sko hjá þeim á endanum, ekkert smá léleg þjónusta hjá þeim!!

 2. Hjalti (kærastinn) said, on september 15, 2010 at 1:50 e.h.

  Það er ótrúlegt hvað þeir gátu alltaf komið þessu yfir á einhvern annan í stað þess bara að gera eitthvað í málunum strax.

  Léleg þjónusta (þó greyin í þjónustuverinu hafi reynt eitthvað, þrátt fyrir pirringinn í mér) og alveg magnað að þeir skuli ekki vera fyrri til og bjóðast til að gera eitthvað fyrir okkur. Síðan var hringt í gær til að ath. hvort þetta væri ekki komið á og bað ég þá um að tala við yfirmann, var mér sagt að þetta yrði sent á yfirmann og hann myndi hafa samband.
  ÉG BÍÐ ENN, það er greinilega ekki forgangsmál hjá þeim að vera með góða þjónustu við óánægða viðskiptavini.

 3. Gummi Jóh said, on september 27, 2010 at 8:09 e.h.

  Nú þekki ég þetta allt saman nokkuð vel eða kannski bara ógeðslega hrikalega vel.

  Það er ansi hentugt fyrir Vodafone að kenna Mílu um það sem út af ber því að engin viðskiptavinur út í bæ getur hringt í Mílu auðveldlega þar sem þeir eru á heildsölumarkaði og eiga aldrei samskipti við okkur venjulega fólkið sem að kaupir í smásölu af símfélögunum.

  Í lang mestum tilfellum er bilunin / vandamálið að kenna þeim sem selur vöruna í þessu tilfelli Vodafone. Það er bara miklu auðveldara fyrir þá að benda á þriðja aðila og vona að þið sem viðskiptavinir þeirra taki það gott og gilt. Í venjulegum flutningi á neti og sjónvarpi þarf Míla ekki að gera neitt sem að máli skiptir, öll vinnan sem er líkleg til að klikka vegna mannlegra mistaka er Vodafone megin.

  Og svo eiga þeir ekki að aftengja netið og sjónvarpið hjá Símanum sem þið voruð með nema að vera 100% á því að þetta sé komið þeirra megin. Það eitt og sér er hrikalega lélegt.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: