Heimili heimskunnar…

Ókeypis líkamsrækt fyrir alla

Posted in Uncategorized by liljakatrin on september 14, 2010

Halló heimur!

Ég er í sumarfríi þessa dagana og setti mér það markmið í þessari viku að hreyfa mig á hverjum einasta virka degi. Í gær fór ég i sund í hádeginu, golf síðdegis og brennó um kvöldið. Allt í allt mjög góður dagur. Í dag datt mér ekkert betra í hug en að fara út að skokka þar sem ég nennti ekki að keyra alla leið í Hafnarfjörð til að ganga á Helgafellið.

Ég ákvað því að klæða mig í hlaupafötin, setti tónlist í eyrun og leyfði frumleikanum að taka völdin. Ég byrjaði á tveggja kílómetra rösku skokki meðfram Rauðavatni þegar ég kom að steyptum tröppum sem leiða upp í Árbæ. Ég hugsaði með mér að þetta væri fullkominn staður fyrir „Lilju Camp“.

Ég byrjaði á því að spretta upp tröppurnar, fimmtíu talsins, og taka tíu froskahopp uppi á toppi. Spretti síðan aftur niður og tók önnur tíu froskahopp. Spretti upp og gerði fjörutíu magaæfingar uppi á toppi, spretti niður og gerði tuttugu armbeygjur. Spretti á milli ljósastaura nokkrum sinnum með nokkurra sekúnda hvíld á milli. Gerði þrjátíu uppstig á tröppunum. Sippaði með ímynduðu sippubandi fimmtíu sinnum. Spretti upp tröppurnar og gerði fjörutíu magaæfingar uppi á toppi. Spretti niður og gerði tuttugu armbeygjur. Þrjátíu kálfæfingar fylgdu í kjölfarið. Síðan nokkrir sprettir á milli ljósastaura og þrjátíu kálfæfingar í viðbót. Því næst hoppaði ég nokkrum sinnum yfir ímyndaðan stein, spretti upp tröppurnar, gerði fjörutíu magaæfingar og skokkaði heim.

Á leið minni heim fékk ég hugljómun, kannski aðeins of seint þar sem bráðum mun kólna allsvakalega í veðri. Mér datt í hug að ég gæti fengið fleira fólk með mér í þessa ókeypis líkamsrækt. Þetta tekur sirka klukkutíma með teygjum og væri hægt að hittast tvisvar til þrisvar í viku. Ég gæti leitt fyrstu tímana á meðan fólkið væri að kynnast og síðan myndu allir skiptast á að leiða æfingarnar. Svona líkamsrækt spyr ekki um stað og því endalausir möguleikar í staðsetningum.

Er einhver geim í þetta?

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Eitt svar

Subscribe to comments with RSS.

  1. Jóna Dóra said, on september 14, 2010 at 7:16 e.h.

    Þetta er snilldar hugmynd Lilja, ég væri sko alveg til !!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: