Heimili heimskunnar…

Kraftaverk í túpu

Posted in Tíska by liljakatrin on september 14, 2010

Halló heimur!

Ég er algjörlega clueless þegar kemur að snyrtivörum. Ég kann ekki að mála mig og held því í lágmarki svo ég geri mig ekki að fífli. Don’t get me started on brúnkukrem. Ég set það bara á mig ef ég er að fara í búningapartí sem sebrahestur.

En sem leikkona fæ ég stundum að láta mála mig af einhverjum týpum sem eru ótrúlega klárar og geta breytt manni í megabeib á fimm mínútum. Um daginn fór ég í tökur á auglýsingu og lenti í annað skiptið í röð á sömu meikuppstelpunni sem er ótrúlega fín. Hún lét á mig eitthvað sem heitir baugafelari og ég sver að það var eins og ég færi tvö ár aftur í tímann þegar ég gat alltaf sofið út og enginn grenjandi krakki vakti mig á næturna.

Ég spurði hana spjörunum úr um þetta undrakrem sem hún sagði að væri mjög einfalt að nota.

Þegar ég kom í fríhöfnina mygluð og ógeðsleg klukkan sex að morgni hugsaði ég mér gott til glóðarinnar. Arkaði beint til afgreiðslukonu og heimtaði baugafelari. Hún leyfði mér að prófa einhvern undrafelara frá Helenu Rubenstein sem meira að segja aulinn ég gat notað án þess að líta út eins og skinka með downs. Ég þurfti ekki einu sinni leiðbeiningar með heim en vinkonur mínar gera einstaklega mikið grín að mér út af því að ég þarf leiðbeiningar með öllum snyrtivörum sem ég kaupi – og þær eru ekki margar.

Ég mæli með þessu baugahyljara sem er líka hægt að nota á rauðu blettina í kringum nefið og tilfallandi bólur. Mér finnst eins og ég hafi yngst um fimm ár sem er dásamlegt. Núna er ég alltaf fín. Takk Helena Rubenstein!

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Eitt svar

Subscribe to comments with RSS.

  1. Brynja Björk said, on september 14, 2010 at 8:05 e.h.

    Ég á þennan og hann er æði. Besti hyljari samt sem ég hef prufað er frá Benefit og heitir Boing, tékkar kannski á honum þegar þessi klárast og þú stödd í UK eða USA 😉


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: