Heimili heimskunnar…

Ógeðslegt verslanasvindl

Posted in Uncategorized by liljakatrin on september 7, 2010

Halló heimur!

Alltaf þegar útsölur skella á er mikið talað um það að verslanir breyti verðum sínum svo þær græði meira á útsölunni. Ég hef aldrei trúað þessu enda vann ég lengi í verslun og þessi hátturinn var aldrei á – enda hefði það verið ansi tímafrekt að breyta verðum á þúsundum skartgripa í breskri verslunarkeðju.

Um daginn fékk ég þó tvær sögur af verslunarsvindli frá mági mínum sem ég veit að lýgur ekki.

Hann hafði haft augastað á glerhurð fyrir sturtuna hjá sér í dágóðan tíma. Kostaði hún 52.000 krónur. Eins og skynsamur maður beið hann eftir útsölunni og þegar hún kom auglýsti búðin sem seldi hurðina ansi rausnarlegan afslátt. Þannig að mágur minn fór á stúfana.

Hann er geðgóður maður en það fauk í hann þegar hann sá að upprunalega verðinu hefði verið breytt á hurðinni. Búið var að setja hana á tæplega 70.000 krónur og á útsölunni 48.000 krónur – sem sagt aðeins 4.000 krónur af upprunalega verðinu sem mágur minn var búinn að fylgjast með. Hann talaði við verslunarstarfsmenn en þeir könnuðust ekki neitt við neitt.

Mágur minn sagði mér líka frá því að bróðir hans hefði farið í IKEA fyrir hækkun Orkuveitunnar og keypt SPAR-perur á 690 krónur. Eftir hækkun Orkuveitunnar kostuðu hins vegar þessar sömu SPAR-perur 1.590 krónur.

Er ekki nóg að útrásarvíkingar og pólitíkusar hafi svindlað á okkur? Þurfum við nokkuð að vera að svindla á hvort öðru?

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: