Heimili heimskunnar…

Fylgjuuppskriftir – ekki fyrir viðkvæma!

Posted in Uppskriftir by liljakatrin on september 6, 2010

Halló heimur!

Þegar ég bjó í svarta úthverfinu í Danmörku fór ég oftar en ekki til vinkonu minnar í næsta húsi í þynnkunni og biðum við til klukkan fjögur þangað til eini pítsastaðurinn í hverfinu opnaði. Þá drápum við oft tímann með því að hanga á Facebook og njósna um fólk.

Eitt sinn rákumst við á síðu nýbakaðrar móður sem lét inn myndir af nýfæddu barni sínu. Við klikkuðum á hverja myndina á fætur annarri af gullfallega barninu en eitt klikkið vakti enga hamingju. Konan hafði smellt nokkrum myndum af fylgjunni sinni í myndaalbúmið. Við vægast sagt kúguðumst og hugsuðum um allt annað en pítsu næstu klukkustundirnar.

Þegar við vorum búnar að jafna okkur ákváðum við að skoða þetta stóra fylgjumál því ég hafði heyrt að í sumum löndum tíðkist það að borða fylgjuna – eins geðslegt og það hljómar. Í þessari rannsóknarvinnu okkar rákumst við á þessa síðu. Ég missti málið í smá stund og lá titrandi í fósturstellingunni á gólfinu.

Á þessari ógeðissíðu er nefnilega hægt að finna nokkrar fylgjuuppskriftir. Til dæmis er hægt fá sér fylgjusamloku, fylgjuspaghetti og fylgjukokteil. Tala nú ekki um fylgjukássuna sem hljómar unaðslega.

Ég hef fætt barn og sem betur fer bauð ljósmóðirin mér að sjá fylgjuna. Ég afþakkaði pent með fallegasta barn í heiminum í fanginu. Mig langaði ekkert rosalega að sjá eitthvað slímugt líffæri út úr mér þar sem ég var upptekin að kyssa barnið sem var þakið þessu sama slími úr leggöngunum á mér.

Vinkona mín var ekki svo heppin. Ljósmóðirin spurði hana ekki heldur slengdi fylgjunni beint framan í hana. Hvort hún fór með hana heim og skellti í fylgjulasagne fylgir ekki sögunni.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

3 svör

Subscribe to comments with RSS.

 1. Baldur said, on september 6, 2010 at 4:46 e.h.

  Þetta er ógeðslegt, Lilja!

  • liljakatrin said, on september 6, 2010 at 6:48 e.h.

   til þess var leikurinn gerður 🙂 ég varaði allavega við þessu 🙂
   -L

 2. Linda said, on september 7, 2010 at 2:36 e.h.

  Good times 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: