Heimili heimskunnar…

Ódýrt og einfalt föndur í fæðingarorlofinu

Posted in Uppskriftir by liljakatrin on september 5, 2010

Halló heimur!

Eftir nokkrar vikur í fæðingarorlofinu í byrjun árs gerði ég mér grein fyrir að ég hefði nægan tíma til að drepa því dóttir mín er svo ótrúlega þæg og hatar það ekkert að sofa. Eftir að ég var búin að horfa á bókstaflega allt á flakkaranum fékk ég hugljómun. Ég keyrði beinustu leið í Rúmfatalagerinn og keypti mér efni. Fór síðan í Söstrene Grene og keypti filtefni og hófst handa við barnateppi. Ekki handa dóttur minni heldur handa einu af fjölmörgu börnunum í mínu lífi sem eiga jú öll afmæli einu sinni á ári.

Ég hélt að þetta yrði ekkert mál að skella saman einu barnateppi. Dustaði rykið af því sem ég lærði í bútasaumi í Fjölbraut í Breiðholti og hófst handa við fyrsta teppið handa litlu frænku minni henni Heklu sem varð fimm ára á árinu. Það teppi tók sirka þrjár vikur og mér féllust næstum hendur. Myndu öll teppin taka svona langan tíma? En þá blossaði meyjan upp í mér, ég byrjaði að plana og fimm teppum seinna tók eitt teppi ekki nema nokkra daga að gera með miklum aga og smá hjálp frá móður minni.

Í dag gef ég næstsíðasta teppið af þessum sex og því ekki úr vegi að deila uppskriftinni, sem er ofureinföld, með öðrum orlofsmæðrum sem hafa kannski ekkert að gera eins og ég hafði. Fyrir mæðurnar sem nenna ekki að horfa meira á sjónvarpið né hanga heim og gera akkúrat ekki neitt.

Það sem ég gerði var að ég keypti litríkt léreft í Rúmfatalagernum. Meterinn af því kostar aðeins nokkra hundrað kaddla. Ég reif niður fjóra jafn stóra ferhyrninga sem voru 70×45 cm (hægt að minnka og stækka að vild). Síðan klippti ég út ýmsar fígúrur úr filti – mjög einfaldar því ég er ekkert rosalega flink að teikna. Þessar fígúrur handsaumaði ég á ferhyrningana með kapmellusaum – það tekur dágóðan tíma fyrst en þegar maður er kominn í æfingu er þetta ekkert mál. Ég hafði þann háttinn á að ég hafði tilviljanakenndar fígúrur á tveimur stykkjum og smá „sögu“ í tveimur stykkjum. Til að poppa þetta upp saumaði ég líka pallíettur, gamlar tölur eða perlur á stykkin með tilviljanakenndum hætti. Loks saumaði ég ferhyrningana saman, reif niður sirka 15 cm kannt úr litríku efni (má vera stærri eða minni) og saumaði við ferhyrningana. Til að spara mér tíma og pening fjárfesti ég í nokkrum hvítum flísteppum í Rúmfatalagernum sem kosta 499 krónur og saumaði þau aftan á. Lokatouchið er síðan að stinga nokkur spor í gegnum flísteppið og sjálft teppið til að festa þetta vel og vandlega og voila – eitt stykki barnateppi tilbúð.

Þessi teppi eru bæði ódýrari og persónulegri gjafir fyrir börnin – þó þau krefjist talsverðar vinnu og tíma. Litlu frænkur mínar eru allavega sjúkar í þessi teppi og heimta að fá að sofa með þau. Þetta er líka eitthvað sem þau geta átt um ókominn tíma því ég saumaði nafn hvers barn í teppin.

Hér er smá sýnishorn:

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

2 svör

Subscribe to comments with RSS.

 1. stardust said, on september 7, 2010 at 3:20 e.h.

  Handavinnulillan vöknuð til lífsins. Mjööög flott hjá þér.

  • liljakatrin said, on september 7, 2010 at 3:34 e.h.

   æi takk fyrir það elsku bjútí queen…þú ert nú ekkert slæm í handavinnunni sjálf! það finnst amelíu allavega ekki 🙂
   -L


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: