Heimili heimskunnar…

Bold and the Beautiful-kjálki í ruglinu

Posted in Netið by liljakatrin on september 5, 2010

Halló heimur!

Ronn Moss er „leikarinn“ á bak við hinn kjálkastóra Ridge Forrester í Bold and the Beautiful sem hefur barnað kærustu föður síns, sofið hjá dóttur sinni, farið í sleik við bróður sinn og látið klóna sig svo hann geti líka verið sundlaugardrengur móður sinnar.

Ronn þessi er ýmsum „hæfileikum“ gæddur því hann gerir líka „tónlist“. Hann samdi „hittarann“ It’s All About You sem hefur fengið álíka mörg hitt og kjörklefakúkarinn á Youtube.

Ég myndi halda að maður eins og Ronn hefði efni á skyrtu með ermum en greinilega ekki. Greyið er svo blankur að hann keypti meira að segja bilaðan rennilás sem rennir bara hálfa leiðina upp á bringu. Ég gef Ronn allavega prik fyrir að reyna að afklæða mann með augunum í hverri einustu setningu. Svo er boðskapurinn í laginu líka rosalega góður eins og boðskapurinn í Bold and the Beautiful-þáttunum.

I give you Ronn Moss:

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

3 svör

Subscribe to comments with RSS.

  1. Hnotfreður said, on september 5, 2010 at 3:47 e.h.

    Ég bara get þetta ekki!

  2. Rósa said, on september 14, 2010 at 4:04 e.h.

    Ó mæ,, þú alveg bjargaðir deginum mínum með þessu! 😀 Hahahahahaha, þvílíkur kjánahrollur sem hríslast niður bakið á mér….hohoho

  3. tobba said, on maí 13, 2011 at 2:47 e.h.

    svo fallegt … ❤


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: