Heimili heimskunnar…

Tónlistarsnillingur 20. aldarinnar

Posted in Uncategorized by liljakatrin on ágúst 30, 2010

Halló heimur!

Í gær hefði poppkóngurinn Michael Jackson orðið 52 ára. Í tilefni af því sýndi sjónvarpsstöðin Sky kvikmyndina This is it þar sem fylgst er með tónleikunum sem Michael var að æfa þegar hann lést.

Ég sá This is it í bíó með systur minni sem er gallharðasti Jackson-aðdáandi í heiminum. Hún ól mig upp á Jackson. Alltaf þegar við vorum einar heima sýndi hún mér fjöldan allan af VHS-spólum sem voru stútfullar af viðtölum og myndböndum með goðinu. Því næst var Moonwalker smellt í tækið og ef við vorum enn vakandi tókum við Thriller og annan snúning á VHS-spólunum.

Systir mín varð meira að segja svo fræg að birtast í Morgunblaðinu í herberginu sínu sem var bókstaflega veggfóðrað með plakötum og myndum af Jackson. Á rúminu var Jackson-sænguverasett og á borðinu Jackson-öskubakki og nokkur Jackson-púsl.

Hún hefur haldið þau nokkur Jackson-partíin sem nú hafa breyst í erfidrykkju á afmælisdaginn hans.

En aftur að This is it. Ég var ein af þeim sem skemmti sér á myndinni og ég gerði slíkt hið sama í gærkvöldi. Lögin hans Michaels eru náttúrulega óviðjafnanleg og hann er ekki mannlegur. Ég er viss um að ekkert hefur þurft að hljóðblanda plöturnar hans því hann syngur nákvæmlega eins á tónleikum og á plötu.

Ég trúi því að yfirnáttúrulegur tónlistarsnillingur blessi jörðina með snilligáfu sinni einu sinni á öld. Á tuttugustu öldinni fæddist Michael Jackson. Ég hlakka til að sjá hvaða snillingur fæðist á 21. öldinni. Kannski er hann nú þegar fæddur. Hann þarf allavega að vera ansi stórbrotinn til að toppa Jackó.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: