Heimili heimskunnar…

Öfugsnúnasta íþrótt í heimi

Posted in Uncategorized by liljakatrin on ágúst 29, 2010

Halló heimur!

Kærastinn minn kynnti mig fyrir golfi í byrjun sumars og í dag fór ég mínar fyrstu átján holur. Sló reyndar ekki heldur var bara með í hlutverki kylfumeyjar.

Ég er ekki orðin hooked á golfi en mér finnst íþróttin ágæt. Aðeins of hæg fyrir mig og aðeins of tæknileg. Ég er brussa og nenni ekki að leggja það á minnið nákvæmlega hvernig hendurnar eiga að grípa um kylfuna á meðan hnén á mér eru undursamlega afslöppuð og framhandleggurinn stífur sem spýta.

Golf er fyndin íþrótt. Í henni eru óteljandi reglur um hitt og þetta. Í dag lærði ég til dæmis að það má ekki slá kúlu með öðru en pútter á því sem er kallað „green“, sem sagt svæðið utan um holuna sem er takmark erfiðisins. Ég lærði líka að ekki má rúlla kylfukerrunni um þetta fyrrnefnda „green“. Svo má alls ekki tala þegar kylfingur er að slá – hvað þá hlæja. Það er áttunda dauðasyndin. Eins og allir vita er líka dress code á golfvellinum, allavega í allra fínustu og dýrustu klúbbunum, en ég slapp nú samt sem áður í gegn í gatslitnum hlaupaskónum. Kylfurnar heita mismunandi nöfnum sem ég ruglaðist á í allan dag og stigagjöfin er eitthvað sem ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið. Mér finnst allar íþróttir þar sem sá með fæstu stigin vinnur hálf skrýtnar. Golf er engin undantekning.

Þannig að það má með sanni segja að golf sé sport reglnanna. Sport nákvæmni. Sport tækninnar.

En samt má reykja og drekka á vellinum! Hvaðan kemur það? Það má sem sagt ekki gera hvað sem er á „green“-inu til að fara vel með það en það má aska það út eins og enginn sé morgundagurinn. Ekki er verra að vökva dýra golfgrasið með smá bjór.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Eitt svar

Subscribe to comments with RSS.

  1. Baldur said, on ágúst 29, 2010 at 9:38 e.h.

    Já þessi green eru algjört grín. Það má ekki hlaupa yfir þau og alls ekki stíga í „púttlínu“ hjá öðrum leikmanni. Upp við holuna þarf maður að klofa eins og fífl til að stíga ekki í línu við einhvern annan sem á eftir að pútta. Það má ekki stappa niður fæti í bræði og maður á helst að hafa gaffal með sér í vasanum til að laga dældir sem myndast þegar kúlan lendir á greeninu! Svo á maður á taka upp kúluna sína ef hinir eru ekki búnir að pútta – svo hún sé ekki fyrir.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: