Heimili heimskunnar…

Þjóðkirkjan = Útrásarvíkingar

Posted in Uncategorized by liljakatrin on ágúst 26, 2010

Halló heimur!

Það verður alltaf minna og minna aðlaðandi að búa á Íslandi. Efnahagskerfið hrunið, skattar hækkar, ríkisstjórnin gagnslaus og nú er ekki einu sinni hægt að treysta Guðsmönnum – allavega ekki öllum.

Það hefur líklega aldrei verið hægt að treysta einhverjum hluta Guðsmanna en það kemur alltaf betur og betur í ljós hve rotin stofnun þjóðkirkjan er með öflugri fréttaflutningi. Valdaklíkur berjast innan þjóðkirkjunnar og er greinilega alveg sama um sóknarbörnin. Það sem skiptir máli er að halda orðspori presta og annarra guðsmanna flekklausu. Ef svo óheppilega vill til að kemst upp um þá í pervertískri hegðun þá eru þeir bara færðir til í starfi.

Mál séra Ólafs Skúlasonar er sérstaklega sorglegt. Ég legg ekki í vana minn að tala illa um látna menn og ætla ekki að byrja á því núna. En það er hneisa að þetta mál hafi verið þaggað niður en ekki rannsakað til hlýtar. Svo finnst þjóðkirkjunni nægar skaðabætur að biðjast fyrirgefningar. Bjartsýn. Það er svo sem lítið hægt að gera núna – ekki er hægt að sakfella dauðan mann – en málið er bara að þjóðkirkjan er ekkert á leiðinni að fara að breyta sínum háttum.

Ég hef verið að íhuga það alvarlega síðustu daga að segja mig úr þjóðkirkjunni. Mér finnst þessi stofnun bara ekkert betri en útrásarvíkingarnir sem allir eru komnir með leið á. Ekki einn einasti útrásarvíkingur eða pólitíkus hefur tekið ábyrgð á ástandinu í landinu og mér sýnist þjóðkirkjan vera að læra af þeim sitthvað. Það tekur enginn ábyrgð á máli séra Ólafs því hann er látinn. Það er bara gefin út almenn fyrirgefning til þolenda kynferðisofbeldis og það látið duga.

Ég heimta aðskilnað ríkis og kirkju. Það strax sparar sex milljarða og þá kannski hægt að lækka skatta á hinn almenna borgara. Ef það er ekki gert er þó allavega hægt að lækka framlög til þjóðkirkjunnar í samræmi við hve margir eru meðlimir í henni. Mér skilst að ansi margir hafi sagt sig úr henni síðustu daga og því ætti sparnaðurinn að vera töluverður.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: