Heimili heimskunnar…

Fólk getur verið svo vont

Posted in Uncategorized by liljakatrin on ágúst 19, 2010

Halló heimur!

Þetta morðmál í Hafnarfirði er hrikalegt og ég votta fjölskyldunni alla þá samúð sem ég á. Svona mál eru ekkert nema harmleikur en það er eins og alltaf á Íslandi að þegar svona mál koma upp fara kjaftasögurnar í gang.

Ég er yfirleitt spurð um hitt og þetta í sambandi við svona mál því ég er blaðamaður og á þá víst að frétta voðalega mikið. Ég fékk til dæmis spurningu um þetta mál í Hafnarfirði um daginn. Hún hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Var þessi strákur ekki í dópi?“ Ég svaraði henni neitandi og sagðist aðeins hafa heyrt gott um þennan blessaða dreng sem nú er látinn.

Hvaða máli skiptir það hvort hann hafi neytt fíkniefna?! Skiptir líf hans þá engu máli? Maðurinn var drepinn með köldu blóði og ekkert réttlætir það. Mér finnst að fólk ætti alveg að slaka á á þessum kjaftasögum og vona að morðinginn finnist og verði dreginn til ábyrgðar fyrir þetta voðaverk.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Eitt svar

Subscribe to comments with RSS.

  1. Hnotfreður said, on ágúst 20, 2010 at 11:10 f.h.

    Gæti ekki verið meira sammála þér. Það er eins og fólk reyni alltaf að finna einhverjar ástæður fyrir því að fórnarlambið hafi nú átt þetta skilið á einhvern hátt


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: