Heimili heimskunnar…

Hádegismatur með Ólafi Ragnari

Posted in Uncategorized by liljakatrin on ágúst 17, 2010

Halló heimur!

Undurfagra samstarfskona mín, Ragnheiður Margrét, bauð mér á Gló í hádeginu.

Þegar ég var nýkomin inn úr dyrunum vissi ég að þetta væri staðurinn til að borða á því við mér blasti sjálfur forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson. Var hann í hrókasamræðum við annan speking, Jakob Frímann Magnússon.

Ég var svo star struck, þó ég hafi hitt forsetann áður, að ég greip símann minn og paparassaði hann á meðan ég beið eftir matnum. Hélt að ekkert gæti toppað þetta. En maturinn gerði það.

Maturinn á Gló er vangefinn. Hann er svo góður að maður tekur ekkert eftir því að maður sé að borða einhverja sjúklega hollustu því þetta bragðast alveg eins og „venjulegur“ matur. Fékk mér kjúkling í hnetusósu með öllu tilheyrandi og dásemdamöffins í eftirrétt sem ég er enn að hugsa um. Hámaði svo í mig að ég gleymdi að taka myndir af matnum þannig að þið fáið bara myndir af forsetanum í staðinn. Frekar góð skipti finnst mér.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

3 svör

Subscribe to comments with RSS.

 1. Valur said, on ágúst 17, 2010 at 11:12 e.h.

  Hvernig er það, er maðurinn orðinn það fastur í djobbinu að hann talar bara standandi í ræðum?

  • liljakatrin said, on ágúst 18, 2010 at 8:55 f.h.

   Mig langar frekar að vita hvað greiðslan tekur mikinn tíma á morgnana…og hvort hann eigi íþróttagalla…
   -L

 2. Inga Aronsdóttir said, on ágúst 18, 2010 at 7:44 f.h.

  Hvernig er það ætli hann sé búinn að láta stoppa upp hendina á sér… hann er ALLTAF með hendina svona… spurning…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: