Heimili heimskunnar…

Gerðu góð kaup!

Posted in Uncategorized by liljakatrin on ágúst 14, 2010

Halló heimur!

Ég elska Góða hirðinn. Ég kemst því miður bara miklu sjaldnar í hann en ég vildi. Ég kíkti þangað í síðustu viku nokkrum mínútum eftir að opnaði og ég sver það að það voru svona hundrað manns þarna inni – 95 prósent Pólverjar.

Eins og vanalega fann ég algerar gersemar. Æðislega flottan standlampa á þúsund kaddl og Manchester United-nestisbox á hundrað kaddl.

En það var hægara sagt en gert að ganga út með þessar dásemdir. Lampinn er nefnilega dálítið þungur þannig að ég þurfti alltaf að setja hann niður þegar ég var að skoða eitthvað annað. Þá var einhver Pólverji mættur á núll einni til að reyna að stela honum. Mér leið eins og ég væri með kökuboð í sólinni og þurfti í gríð og erg að slá flugunum frá kræsingunum. Ekki bætti úr skák að ein miðaldra, íslensk kona elti mig um alla búð og spurði í sífellu hvort ég ætlaði að kaupa lampann. Bauð líka upp á línur eins og: „Virkar hann?“, „Þessi er rosalega flottur.“, „Þessi væri góður í stofuna mína“ og „Ætlarðu alveg örugglega að kaupa hann?“

En lampinn var þess virði og viti menn, tíu mínútum og hundrað flugum seinna gekk ég út með fjársjóðinn minn sem rétt svo komst í skottið á bílnum mínum.

Ég elska að safna drasli.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: