Heimili heimskunnar…

Þegar ég slapp naumlega frá Vítisengli

Posted in Uncategorized by liljakatrin on ágúst 14, 2010

Halló heimur!

Ég fékk það frábæra verkefni þegar ég var kasólétt að skrifa um komu Vítisengla til landsins, eða það að mótorhjólaklúbburinn Fáfnir væri að ganga inn í alþjóðlegu glæpasamtökin Hells Angels eins og þau eru skilgreind.

Ég skrifaði margar greinar um þessi samtök og talaði meira að segja við mann sem var í klúbbi líkum Fáfni á Norðurlöndunum sem var að reyna að verða meðlimur að Hells Angels. Hann skóf ekkert af því þegar hann sagði mér allan sannleikann um Vítisengla. Þeir ráða fatlað fólk og geðbilað til að vinna skítverkin og sleppa alltaf sjálfir. Þeir halda grillveislur, gefa börnum blöðrur og reyna að sannfæra samfélagið um að þeir séu bara góðir gæjar sem hafa áhuga á mótorhjólum – og það heppnast oft nokkuð vel hjá þeim. Hann sagði mér líka að mörgum blaðamönnum í því Norðurlandi þar sem hann var hefði verið hótað og jafnvel lent í barsmíðum. Þurfa dómarar þar í landi sem dæma í málum Vítisengla sérstaka lífverði sér til halds og trausts.

Einn dag ákvað ég að hringja í mann sem ég nefni ekki á nafn sem hafði sagt skilið við Fáfni. Ég vildi fá að vita hvernig hans reynsla af Fáfni hefði verið og hvort eitthvað væri hæft í því að þetta væru glæpasamtök.

Samtalið varði í um sjö mínútur og fyrstu sex mínúturnar og fjörutíu sekúndurnar voru frekar næs. Hann var mjög kammó og sagði að meðlimir Fáfnis væru góðir gæjar. Hann hafði bara ekki áhuga á mótorhjólum lengur. Er ég grillaði hann aðeins meira og reyndi að fá hann til að segja mér hvernig þessi samtök væru í raun og veru breyttist hann eins og hendi væri veifað. Síðustu tuttugu sekúndur þessa samtals voru ógnvekjandi. Hann hótaði því að koma niður á DV og berja mig í spað og alla þá sem ynnu með mér ef ég hætti ekki að hringja í hann (ég hafði talað tvisvar við manninn – var alls ekkert að áreita hann). Hann gjörsamlega tjúllaðist og skellti pent á.

Seinna komst ég að því, á blaðamannafundi hjá lögreglunni, að þessi maður væri nú meðlimur aðstoðarklúbbs fyrrverandi Fáfnis sem ætti að sjá um þessi blessuðu skítverk, sem sé dópsölu, barsmíðar og fleira ógnvænlegt.

Manninn hef ég ekki séð síðan þá. Hann kom aldrei og barði mig sem betur fer. Og þessir menn undra sig á því að ímynd þeirra sé slæm.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: