Heimili heimskunnar…

Nakin með forsetanum

Posted in Uncategorized by liljakatrin on ágúst 10, 2010

Halló heimur!

,,Vá, þú ert svo mikil klisja,“ sagði norskur bekkjarfélagi minn og hló dátt er ég hitti hann á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur. Vanalega hefði ég orðið móðguð en ég bara hló með honum því þetta var satt. Ég er algjör klisja.

Fyrsta hlutverkið sem ég landaði eftir leiklistarnámið var ponsulítið hlutverk í Bjarnfreðarsyni. Það var svo lítið að karakterinn hafði ekki einu sinni nafn. Hét bara ,,Sæt stelpa“. Mér var samt alveg sama. Ég var með tvær línur í einni stærstu, íslensku kvikmynd þessarar aldar. Mér fannst það nokkuð góð byrjun. Þetta hlutverk bjargaði líka lífi mínu því áður en ég fékk það var ég alvarlega að hugsa um að flytja af landi brott og búa frekar í kofa í Norður-Finnlandi með tíu sleðahundum og pokarottu.

Það var dásamlegt að mæta í tökur á Bjarnfreðarsyni. Ég fékk að sitja í rútu með stjörnunum og láta meika mig eins og alvöruleikari. Ég fékk að máta búninga. Ég fékk að slaka á og sötra gos með núverandi borgarstjóra sem áður fyrr var mitt helsta átrúnaðargoð. Lífið gat ekki verið betra.

Stuttu fyrir frumsýningu sá ég á Facebook-síðu leikstjórans að hann hataði að klippa út leikara. Þá vissi ég það. Ég hafði verið klippt út. Kom mér svo sem ekki á óvart þar sem línurnar mínar þjónuðu engum þungavigtartilgangi. Var líka búin að búa mig undir þetta en vonaðist samt eftir því þegar nær dró frumsýningu að ég myndi nú eitthvað sjást á hvíta tjaldinu.

Og viti menn, ég fékk ósk mína uppfyllta. Þarna lá ég, hálfnakin í rúmi með Pétri Jóhanni Sigfússyni, fyrir framan fjöldann allan af fólki. En línurnar höfðu endað á skurðarbrettinu.

Þannig að ég er tvöföld klisja. Eins og margir frægustu leikarar heims voru línurnar klipptar út og eins og margar frægustu leikkonur heims var ég nakin í kvikmyndafrumraun minni.

Mér finnst bara fínt að vera klisja. Ég fékk allavega að vera klisja. Einhvers staðar verður maður að byrja og af hverju ekki að byrja með að vera klisja? Það er aðeins hægt að vinna sig upp eftir það. Þetta verður allavega góð saga þegar ég verð heimsfræg.

Móment í tölublaði 32 í Séð og Heyrt

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: