Heimili heimskunnar…

Draumur verður að veruleika

Posted in mamma by liljakatrin on ágúst 6, 2010

Halló heimur!

Á menningarnótt mun ég, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, flytja stutt brot úr einleik eftir sjálfa mig og snillinginn Svan Má Snorrason í tjaldi kvennafríshreyfingarinnar klukkan 20.00 á Austurvelli. Einleikurinn heitir því einfalda nafni: MAMMA, ÉG?!

Ég varð ólétt á síðasta ári þegar ég átti síst von á og lífið tók svo sannarlega U-beygju. Í einleiknum fjalla ég á gamansaman en einlægan hátt um mína reynslu af óléttunni, fæðingunni og hvernig það var að verða mamma í fyrsta sinn. Einleikurinn er stútfullur af grófum bröndurum því við skulum bara segja það eins og það er – óléttan er ekkert það mest sexí í heiminum! Þarf bara að nefna gyllinæði, grindargliðnun og þvagleka og þið fáið örugglega hroll.

Á menningarnótt mun ég gefa gestum og gangandi forsmekk á sæluna en einleikurinn verður fluttur í heild sinni í kringum kvennafrídaginn í október.

Mér þætti vænt um ef þið vilduð mæta og hlýða á mig ausa úr hjartaskálum mínum um þetta undarlega, æðislega, magnaða, ömurlega, ógeðslega, fallega og dásamlega tímabil í lífi mínu. Þetta verður sannkallaður tilfinningarússíbani. Ég lofa að þið eigið ekki eftir að sjá eftir því.

Hlakka til!

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

3 svör

Subscribe to comments with RSS.

  1. tobba said, on ágúst 6, 2010 at 7:50 e.h.

    wouldn miss it!

  2. Hnotfreður said, on ágúst 7, 2010 at 9:08 f.h.

    Nú er ég brjáluð! Trúi ekki að þú ætlir að bjóða upp á einleik loksins þegar ég er ekki í bænum. Þú verður að halda fyrir mig einkasýningu

  3. -sms said, on ágúst 8, 2010 at 12:58 f.h.

    Er það ekki bara einkasýning næst Þegar við tökum öll spilageim og öl?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: