Heimili heimskunnar…

Lagaðu spöngina fyrir 4.400 kaddl!

Posted in Uncategorized by liljakatrin on ágúst 5, 2010

Halló heimur!

Ég fór á fótaaðgerðarstofu Reykjavíkur í dag sem staðsett er í verslunarkjarnanum Miðbæ á Háaleitisbraut. Skil nú reyndar ekki af hverju kjarni i Háaleitinu er kallaður Miðbær en ég gef þeim punkt fyrir að reyna að vera kúl.

Þessi fótaaðgerðarstofa er víst sú besta í bænum og því ákvað ég að fara þangað til að kaupa gjafakort handa móður minni sem er búin að vera svo yndisleg að passa dóttur mína síðasta mánuðinn. Og móðir mín á aðeins skilið það besta.

Er ég leit yfir verðskrána og svitnaði aðeins sá ég eitthvað sem kallast „spangarmeðferð“. Það fór litli hrollurinn um mig er ímyndunaraflið byrjaði að reika um hvað fælist í þessari spangarmeðferð. Kæmu konur á fótaaðgerðarstofu til að smella fótunum upp í loft og laga eitthvað sem þær sjá ekki nema þær séu búnar að brjóta nokkur rifbein?

Svo las ég lengra. „1 spöng 4.400 kr. 2 spangir 8.800 kr. Færsla/lagfæring 1 spöng 3.600 kr. Færsla/lagfæring 2 spangir 4.600 kr.“

Jesús minn góður! Eru konur í alvörunni að koma á fótaaðgerðarstofu SAMAN til að glenna sig og spjalla á meðan einhver kona fitlar í spöngunum á þeim með latexhanska og óaðfinnanlegar táslur? Ég kúgaðist næstum því. Var þetta eitthvað sem ég ætti að pæla í? Væri spöngin á mér svona ógeðsleg? Ætti ég að biðja um spegil til að fá að sjá ógeðið?

Ég gat ekki stillt mig um að spyrja afgreiðslukonuna hvað þetta væri. Ég hálfkveið svarinu en var samt spennt. Þá sagði hún með bros á vör:

„Ég get nú bara sýnt þér það. Ég er með svoleiðis.“

Hér skal tekið fram að ég var með barn í fanginu og alls ekki tilbúin til að sjá spöngina á ókunnugri konu. Ætlaði hún bara að gyrða niður um sig og flagga dýrindisspöng og sannfæra mig um að ég þyrfti svoleiðis líka. Væri hún kannski alsett demöntum og fallegum keðjum?

Er hún gekk hægum skrefum til mín var ég næstum því búin að hlaupa út en gellan var með debetkortið mitt og mamma þarf að láta dekra við sig.

Þegar ég sá hvað þessi spangarmeðferð er létti mér gífurlega. Um er að ræða spöng sem er sett undir nögl ef hún vex ofan í skinnið. Þá vitið þið það.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: