Heimili heimskunnar…

Er hann að djóka með þetta?

Posted in Uncategorized by liljakatrin on ágúst 5, 2010

Halló heimur!

Ég veit fullvel að það er mikill munur á stelpum og strákum (já ég er enn stelpa þó ég nálgist þrítugsaldurinn á ógnarhraða!) Munurinn er ekki bara líkamlegur heldur andlegur en eitt skil ég ekki með stráka.

Þeir slúðra ekki, þeir spyrja ekki spurninga, þeir eru ekki forvitnir.

Þegar ég fer á djammið með vinkonum mínum og ein þeirra fer heim með gaur hringi ég strax í hana daginn eftir (nógu seint samt svo gaurinn sé ekki með henni) til að fá að vita öll details. Fóru þau í sleik? Sváfu þau saman? Var hann góður í sleik? Var hann góður í rúminu? Svaf hann í sokkunum? Fékk hún númerið hjá honum? Var hann bjór-sætur eða í alvörunni sætur? Býr hann heima hjá mömmu sinni? Vinnur hann kannski í grænmetinu í Hagkaupum? Og svona gæti ég lengi talið upp…

Þegar vinur kærastans míns fer heim með gellu hljómar símtalið svona:

„Hvaða stelpa var þetta sem þú fórst með?“

„Æi bara stelpa sem ég þekki.“

„Hvað gerðist?“

„Við fórum heim saman.“

Punktur! Símtalið búið! Stundum er það ekki einu sinni svona langt. Stundum spyr hann bara ekkert um þessa stelpu. Stundum hringir hann ekki einu sinni. Ef hann gerist svo djarfur að hringja í félagann ligg ég á hleri og er svo uppfull af spurningum þegar samtalið er búið. Er hún sæt? Hvað heitir hún? Er hún á Facebook? Geturðu sýnt mér mynd af henni? Er hann skotinn í henni? Er hún massa boddí eða hvalur? Og svo framvegis…

Ég fæ aldrei svör við þessum spurningum því honum finnst þær ekki „skipta máli“! Kommon! Gæs…eruð þið að djóka með þetta?

Er ég kannski bara svona vangefið forvitin eða er kærastinn minn algjörlega laus við áhuga á þekkingu og slúðri? Hann les allavega alltaf Séð og Heyrt.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

4 svör

Subscribe to comments with RSS.

 1. erna said, on ágúst 5, 2010 at 6:10 e.h.

  pff… þetta skil ég heldur ekki, og þarf gæjinn á hinum endanum ekkert að tjá sig um málið heldur…

 2. Ólöf Hugrún said, on ágúst 5, 2010 at 6:20 e.h.

  Nákvæmlega!!! Ég hef þvílíkt býsnast yfir þessu díteila-áhugaleysi, maður fær aldrei almennilegt skúbb, sama hversu margra spurninga maður spyr. Held þeir séu ekki að djóka með þetta, gaaaawd.

 3. Íris Hauksdóttir said, on ágúst 6, 2010 at 11:52 f.h.

  Gvuð hvað ég er sammála ! Vorum að ræða þetta síðast í GÆR * (það er að segja ég að heimta detaila og Finnur alveg minnst að nenna svara mér af því það „skiptir ekki máli“ .. og við erum sko að tala um hörku drama mál samt .. sem honum finnst bara æjh nenni ekki að ræða ..) Úff !

 4. -sms said, on ágúst 8, 2010 at 9:52 e.h.

  Við erum ekki eins – kynin – og þetta er eitt besta dæmið um það. Þegar karlmenn díteila um svona dæmi þá hafa þeir ekki mikinn áhuga á hinu kyninu. Þetta er enginn rembingur eða neinir stælar – bara staðreynd. Við erum bara svona … ekkert djók


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: