Heimili heimskunnar…

Flottasta verslun í Reykjavík hættir

Posted in Tíska by liljakatrin on ágúst 4, 2010

Halló heimur!

Ég er búin að vera svo döpur síðustu daga eftir að ég frétti að KOW á Laugaveginum er að hætta. Mér finnst KOW vera flottasta verslun í Reykjavík og hef ég eiginlega aldrei efni á því að kaupa mér eitthvað þar sem er glatað. Ég á samt tvo kjóla frá KOW sem ég fékk á spottprís og þeir eru í einu orði sagt dásamlegir. Kvenlegir, fallegir og efnin sem Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir, konan á bak við KOW, notar eru óviðjafnanleg.

KOW verður opin út ágúst og svo fer Kolbrún á vit ævintýranna í Barcelona. Ég þekki hana nákvæmlega ekki neitt en vona að henni gangi vel. Vona líka innilega að hún komi fljótt aftur til Íslands og opni KOW á ný.

Í ágúst verður eitthvað nýtt í versluninni á hverjum degi og ég held ég gráti mig í svefn í nótt út af því ég á engan pening til að eyða þar inni.

Farvel KOW.

*Myndirnar fékk ég á Facebook-síðu KOW. Tjékkið á fleirum þar.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: