Heimili heimskunnar…

Trufluð súkkulaðikaka!

Posted in Bakstur by liljakatrin on júlí 31, 2010

Halló heimur!

Ákvað að skella í eitt súkkulaðipæ en ég fékk uppskriftina úr nýjasta Gestgjafanum. Þetta pæ er sjúklega auðvelt og þarf ekki að baka sem er stór plús. Auk þess er þetta pæ svo syndsamlega gott að það er hættulegt. Ég hefði án gríns getað klárað það allt og hringt á krana til að flytja mig heim í rúm. Hérna kemur uppskriftin af pæinu sem á aðeins að gera á hátíðardögum:

Súkkulaðipæ

Botn:

200 gr. heilveiti- eða súkkulaðikex (sjálf notaði ég Homeblest því það var ódýrast)

50 gr. smjör

Fylling:

250 gr. súkkulaði

140 gr sykurpúðar

50 gr. smjör

Ofan á:

2 1/2-4 dl rjómi

5-6 jarðarber

20 gr. súkkulaði

Aðferð:

Myljið kexið í matvinnsluvél eða í poka. Bræðið smjör og bætið því saman við. Setjið í 20 cm smelluform sem búið er að láta smjörpappír í. Þekið botninn með kexblöndunni. Bræðið súkkulaði, sykurpúða og smjör saman þangað til allt er bráðið. Smyrjið ofan á kexblönduna og kælið í a.m.k. klukkutíma. Þeytið rjómann og setjið ofan á. Rífið eða skerið niður súkkulaði og setjið ofan á rjómann. Skerið nokkur jarðarber og skreytið. Voila!

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: