Heimili heimskunnar…

Það er bara ein Lisbeth Salander

Posted in Uncategorized by liljakatrin on júlí 28, 2010

Halló heimur!

Í vikunni kom það í ljós að James Bondinn Daniel Craig eigi að fara með hlutverk Mikael Blomkvist í Stieg Larrsson-trílogíunni. Mér líst bara nokkuð vel á það val. Svo lengi sem hann verður ekki meikaður í drasl. Mikki á að vera grófur, það er það sem gerir hann sexí og dásamlegan.

Það er ekki búið að upplýsa hver mun leika Lisbeth Salander. Kandídatarnir eru Ellen Page, Mia Wasikowska, Emily Browning, Sara Snook, Rooney Mara og Sophie Lowe. Mér líst eiginlega best á Elleni. Hún er hörkuleikkona eins og hún hefur sýnt margoft og ég hef trú á að hún gæti kannski náð Lisbeth að einhverju leyti.

Hins vegar fylgdist ég með spjallþráðum á skandinavískum fréttasíðum í vikunni og þá kom góður punktur. Aðeins Noomi Rapace getur leikið Lisbeth. Ég trúi því af heilu hjarta. Hún er Lisbeth – hin eina sanna. Hún tæklar þetta hlutverk meistaralega og á skilið öll verðlaun sem til eru í heiminum.

Annars kvíði ég þessari Hollywood-útgáfu. Það er ekki hægt að toppa Svíana og Ameríkanar hafa ekki beinlínis slegið í gegn með endurgerðir á skandinavískum myndum. Skemmst er að minnast Nattevagten og Hodet over vannet. Báðar hrikalega mislukkaðar tilraunir til að Hollywoodsera frábærar myndir. Því myndir í Hollywood verða alltaf „glitz og glamour“. Það er þeim eðlislægt því miður. Vonandi eru glysgosarnir búnir að læra af reynslunni og skella röffinu í andlitið á fólkinu sem heldur að heimurinn sé fullkominn.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: