Heimili heimskunnar…

Veitingahúsagagnrýni: Caruso

Posted in Uncategorized by liljakatrin on júlí 27, 2010

Halló heimur!

Ég fór í afmælisveislu til Svanfríðar vinkonu minnar í gær sem haldin var á Caruso. Svanfríður hefur elst um nokkur ár síðan ég kynntist henni en hefur vegið það upp með að auka fegurðarstuðulinn líka. Vel gert!

Caruso er voðalega kósí staður og byrjaði ég á því að panta mér jarðarberjamojito sem var afskaplega góður. Stuttu seinna pantaði önnur vinkona Svanfríðar sér sams konar mojito sem var ógeðslegur. Hvernig það gerðist veit ég ei.

Þegar þjóninn kom með matseðlana sagði hann okkur að það væri fjörutíu mínútna bið eftir pítsu og ekki sniðugt að panta sér svoleiðis. Ég varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum enda búin að svelta mig allan daginn fyrir Caruso og búin að ákveða að fá mér pítsu með parmesan og parmaskinku.

Það tók mig hrikalega langan tíma að ákveða mig en að lokum ákvað ég að fá mér humarpasta.

Pastað var ágætt – ekkert stórkostlegt en ekki hrikalegt. Í því var blaðlaukur og höfðu þau á Caruso greinilega gleymt að sneiða hann niður sem var mínus. Humarinn var mjög góður en gallinn við réttinn var að ég fékk skammt fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Ég reyndi af öllum mætti að klára af disknum en allt kom fyrir ekki – ég skildi næstum því helminginn eftir. Deildi með vinkonum mínum en við náðum samt ekki að klára.

Ég mæli með því að Caruso minnki skammtinn og lækki verðið. Og kannski kryddi pastað aðeins þar sem það var frekar bragðdauft.

Ég held ég splæsi þremur og hálfri stjörnu á Caruso. Þjónustan var góð, andrúmsloftið mjög þægilegt og pastað var alveg ágætt.

Caruso er frábær staður til að fara á fyrsta stefnumót á því þá er maður svo stressaður og mikill mongó að maður getur varla borðað heldur einbeitir sér að því að vera sætur, sniðugur og skemmtilegur.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: