Heimili heimskunnar…

Hálfbróðir Robins Williams!

Posted in Uncategorized by liljakatrin on júlí 27, 2010

Ég útskrifaðist úr rússneskum leiklistarskóla í fyrra. Allir leiklistarkennararnir mínir voru rússneskir en kenndu á ensku. Oft á tíðum var mjög erfitt að skilja þá þar sem enskan þeirra er fjarri því að vera fullkomin.

Þeir bera til dæmis h fram sem g. Ég fékk litla hláturskastið einu sinni þegar skólastjórinn minn ætlaði að „see Gamlet in Copengagen“. Ég útskýrði fyrir honum að borgin héti CopenHagen. Þá horfði hann á mig eins og ég væri þroskaheft og sagði reiður: „Yes, that’s what I said. GopenGagen!“ Annað hláturskastið fékk ég þegar hann sagðist ætla að ferðast þangað „on a fly“.

Einn kennari bar þó af þegar um enskt málfar var að ræða og sá heitir Vladimir Koifman, sem lítur út eins og sexí hálfbróðir Robins Williams. Það var samt hrikalega erfitt að skilja hann. Og af hverju? Jú, hann var súper-smámæltur.

Við settum upp Lísu í Undralandi þar sem ég og vinkona mín lékum karatekokka. Eftir eitt rennsli gaf hann okkur þessa umsögn: „You are kút þefs. Kút þefs!“

Við horfðum hvor á aðra og veltum því fyrir okkur hvort þetta væri gott eða slæmt. Eftir miklar pælingar komumst við að því hvað hann sagði. Honum fannst við vera „cute chefs“.

Koifman kenndi líka heimspeki. „You have a sísis and a antísísis and that becomes a sínsíssssissss. Sínsísssissss!“ Það tók okkur langan tíma að skilja þetta dulmál sem var að sjálfsögðu hið ævaforna lögmál um thesis, antithesis og synthesis.

Ég á örugglega aldrei eftir að sjá Koifman aftur en stundum, þegar mér leiðist, heyri ég íðilfögru, smámæltu rödd hans hljóma er hann útskýrir fyrir mér sannleika heimsins:

„Gæs, sis is sí síng.“

Ég skal leyfa ykkur að reyna við þessa.

Séð og Heyrt-móment í tölublaði 29.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: