Heimili heimskunnar…

Ferköntuðustu unglingar Ameríku

Posted in Uncategorized by liljakatrin on júlí 26, 2010

Halló heimur!

Í gær horfði ég á heimildarþátt sem heitir The Squarest Teenagers in America og fjallar um Amish-unglinga sem fara til Bretlands og kynnast annarri menningu.

Þau þurftu náttúrulega að fá að kynnast heimili sem var allt öðruvísi en þeirra eigið þannig að þau fengu að gista á heimili sem var rekið af þeldökkri, einstæðri móður.

Í sumum Amish-samfélögum er það þannig að unglingarnir mega fara út í hinn stóra heim og gera það sem þeim sýnist þegar þau eru sextán ára. Svo þurfa þau að ákveða hvort þau vilja tilheyra „okkar“ samfélagi eða vera áfram Amish. Ef þau ákveða að snúa aftur í Amish-samfélagið mega þau aldrei fara út úr því aftur. Í sumum Amish-samfélögum má fólk hins vegar aldrei fara. Það er nú aðeins of mikið af því góða. Sniðug regla hjá Amish-fólkinu. Það hlýtur að vera í miklu minnihluta að unglingarnir snúi baki við Amish-bakgrunni sínum því þegar maður er sextán ára er maður orðinn vanur sínu uppeldi og finnst allt annað frekar skrýtið.

Eins og kom á daginn hjá Amish-unglingunum í Bretlandi. Þau fóru í danstíma og urðu sjokkeruð á hipp hopp tónlist og hvernig unglingarnir hreyfðu sig. Þau áttu ekki til orð þegar þau fóru með stelpum í naglaásetningu og fannst alveg stórkostlega fáránlegt að borga fjögur þúsund krónur fyrir klippingu einu sinni í mánuði. Amish-stúlkurnar klippa aldrei hárið á sér og sauma sín eigin föt því þau vilja ekki að karlmenn girnist þær vegna ytra útlits. Það er það sem býr innra með þeim sem skiptir öllu máli. Falleg hugsun. Gott að hún gengur upp hjá Amish-fólkinu.

Það sem kom mér á óvart var að Amish-unglingarnir voru samt ekki hræddir við að prófa hina ýmsu hluti, eins og sígarettur og áfengi. Þau voru samt ennþá ákveðnari eftir dvölina að snúa aftur í Amish-samfélagið. Þetta var nú samt bara fyrsti þáttur af nokkrum þannig að þeim gæti snúist hugur.

Ég varð hins vegar reið yfir því að eitthvað samfélag Amish-fólks bannar börnunum sínum að skoða heiminn því það er svo hrætt við að missa þau. Það vill frekar einangra þau á bóndabýli og láta þau lifa eins og það sé átjánda öldin. Vissulega má fólk lifa eins og það vill en út af þessari massívu einangrun hneyksluðust Amish-unglingarnir meira að segja yfir því hvað einstæða, þeldökka móðirin eldaði í kvöldmat. Og fannst skrýtið að fólk gæti dýrkað fleiri en einn Guð. Spurðu sig að því hvernig það gæti þá vitað að sá Guð sem það dýrkaði væri „sá eini rétti“.

Ég hlakka til að fylgjast áfram með þessum þáttum þó konseptið sé svolítið sillí. Er að spá í að veðja við kærastann minn hvaða Amish-unglingur afneitar Amish-bakgrunni sínum fyrst.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: