Heimili heimskunnar…

Ég er stoltur húseigandi

Posted in Uncategorized by liljakatrin on júlí 24, 2010

Halló heimur!

Gærdagurinn var yndislegur í einu orði sagt! Eftir kvöldmat ákvað ég að kíkja á nokkrar fasteignasíður og athuga hvað er að gerast á þessum dásamlega markaði því mig langaði svo í stærri íbúð. Og viti menn, nokkrum klukkutimum seinna festi ég kaup á geeeðveiku húsi, mjög stóru og rúmgóðu, með herbergi fyrir bæði litla slefandi gullklumpinn minn og minn sæta stjúpson.

Húsið er með alveg massa stóru eldhúsi, stórri stofu með risastórum glugga yfir heilan vegg og tveimur æðislegum barnaherbergjum. Svo er smá háaloft þar sem hægt er að leika sér og geyma gamlar minningar. Best er að það er ekkert inn í því þannig að ég þarf að fara í það að kaupa allt nýtt og flott sem ég hata ekki.

Þegar ég vaknaði í morgun trúði ég ekki að ég hefði keypt þetta draumahús. Enda var það nákvæmlega það – draumahús. Ég hata góða drauma sem rætast ekki þegar maður vaknar í pínulitlu blokkaríbúðinni sinni. En hvað væri lífið svo sem án drauma sem eiga einn daginn eftir að rætast?

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: