Heimili heimskunnar…

Brjáluð ofurfyrirsæta

Posted in Slúður by liljakatrin on júlí 24, 2010

Halló heimur!

Plus size-módel Crystal Renn er ekki ánægð. Hún er eitt eftirsóttasta „yfirþyngdar“-módel í heimi en hún var einu sinni ofurmjó og vann baráttuna við anorexíu. Hún er núna alveg bandbrjáluð yfir því að hafa verið photoshoppuð til að sýnast mjórri fyrir franska Vogue. Á myndunum í Vogue er eins og hún sé amerísk stærð 2, sem er 32 í evrópskum stærðum, en Crystal er í raun amerísk stærð 8, stærð 38 í okkar heimi (sem er nú alveg nógu mjótt).

Ég skil reiði Crystal mjög vel því mér finnst þetta photoshop æði aðeins of ýkt. Ég skil heldur ekki tilganginn að photoshoppa „yfirþyngdar“-módel (ég læt yfirþyngd í gæsalappir því kommon – hún er í stærð 38! Rosa feit eða hitt þó heldur!). Ef þú vilt fá ofurmjóa fyrirsætu í blaðið þitt þá áttu bara að ráða ofurmjóa fyrirsætu. Ekki ráða „stóra“ fyrirsætu og photoshoppa hana síðan í drasl. Það er sjúklega fáránlegt.

Það er ekki skrýtið að maður sé alltaf að agnúast út í aukakílóin og finnst maður vera hvalur þegar maður á bara að vera sáttur við sjálfan sig og sín sætu aukakíló. Skilaboðin sem tímarit nútímans senda eru bara röng. Og mjög slæm fyrir andlega heilsu margra kvenna.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: