Heimili heimskunnar…

Veitingahúsagagnrýni: Adesso

Posted in Uncategorized by liljakatrin on júlí 23, 2010

Halló heimur!

Minn heittelskaði bauð mér upp á mat á kaffihúsinu Adesso í Smáralind í gærkvöldi. Hann fékk sér steikarsamloku en ég kjúklingaquesadilla.

Vonbrigðin byrjuðu um leið og maturinn kom á borðið. Þetta sem Adesso kallar quesadilla er bara ekki quesadilla. Quesadilla er mexíkóskur réttur og uppistaðan er nær eingöngu ostur. Ostur, með ýmsu öðru meðlæti sem í þessu tilviki hefði átt að vera kjúklingur, er látinn inn í tortilla-flatköku og steikt á pönnu eða hitað í ofni þangað til osturinn bráðnar. Afar einfalt dæmi. Einskonar mexíkóskur hálfmáni. Kakan er síðan skorin í nokkrar sneiðar og hægt að dýfa henni í sósu að vild – sem í þessu tilviki átti að vera salsa og sýrður rjómi.

Það sem ég fékk á diskinn minn var tortilla sem var ekki búið að hita eða steikja á pönnu, með engum osti heldur fullt af kjúklingi, lauk, nachos, sveppum, sýrðum rjóma og salsa. Rosalega hollt en ekki það sem ég vildi. Ég vildi sveitta quesadilla með tonni af osti.

Vonbrigðin héldu áfram þegar ég fékk mér kjúklingabita. Ég hef aldrei fengið jafn skringilegan kjúkling á ævinni. Hann var bara pipraður. Ekkert kryddaður að öðru leit. Og greinilega mjög mikill pipar settur á kjúklinginn því munnurinn á mér logaði – and not in a good way.

Jákvæði punkturinn við Adesso er að þjónustan var góð og réttirnir mjög vel útilátnir. Ástmaður minn var afar ánægður með steikarsamlokuna sína enda var hún löðrandi í bernaise.

Ég gef því Adesso bara tvær stjörnur fyrir vonbrigðin. Bjóst við meiru.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: