Heimili heimskunnar…

Hamingjan

Posted in mamma by liljakatrin on júlí 20, 2010

Halló heimur!

Ég var að koma af heimildarmyndinni Babies. Í henni er fylgst með fjórum börnum í fjórum mismunandi löndum frá því þau fæðast og þangað til þau stíga sín fyrstu skref.

Ég var spennt að sjá þessa mynd, aðallega vegna þess að ég er, og hata ekkert að nota þetta orð, ungbarnamamma. Ekki spillti fyrir að ég fékk gúddíbag frá femin.is og þar sem ég er mikill smáborgari var það toppurinn á deginum.

Myndin er í einu orði sagt æðisleg. Það er svo magnað að fylgjast með ungbörnum fóta sig í heiminum og afar athyglisvert að fylgjast með mismunandi háttum í löndunum fjórum.

Myndin minnti mig líka á að börn þurfa afar lítið til að vera hamingjusöm og líða vel. Þau þurfa ekki fimm stúfulla kassa af dóti, göngugrind, rólu og þúsund bækur sem eiga að örva þeirra magnaða huga. Þau þurfa ást, umhyggju og aðhald. Þessi punktur kom best fram í myndina þegar ég sá að afríska barnið sem lék sér að steinum og flugum og skreið um í moldinni á lítilli leðurskýlu var ekkert óhamingjusamara eða vanþroskaðra en barnið í Japan sem fór í söngtíma eða bandaríska barnið í hoppurólunni sinni. Mongólska barnið var líka hæstánægt með það að leika sér að klósettpappír og skemmti sér konunglega að borða hann.

Dóttir mín á ekki mikið dót. Hún á stól sem hún situr sjaldan í, afskaplega einfalt leikteppi og nokkra bangsa. Hún getur leikið sér endalaust með það litla sem hún á og er alltaf jafn ánægð þegar ég sest með henni á gólfið að henda á milli forláta ullarbolta sem litla frænka mín prjónaði handa henni með dyggri aðstoð móður sinnar. Dóttir mín er aldrei jafn ánægð eins og þegar ég kem og sæki hana til ömmu sinnar í pössun eftir vinnu. Hún brosir og skríkir þegar ég kyssi hana og knúsa. Hún ljómar af ánægju þegar ég syng fyrir hana. Hún elskar að hvíla í örmum mínum.

Það er ekki hægt að biðja um mikið meira. Þetta er sönn hamingja.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: