Heimili heimskunnar…

Smooth smooth smoothio

Posted in Uppskriftir by liljakatrin on júlí 19, 2010

Halló heimur!

Ég er rosalega góð í mörgu, þó ég segi sjálf frá, en að gera smoothie er ekki eitt af því. Ég gerði endalausar tilraunir úti í Danmörku en alltaf urðu þeir of súrir, of vatnsþynntir, of heitir, of kaldir, of ælulegir. Það er mjög skrýtið því ég geri einn besta strawberry daquiri sem fyrirfinnst og er kallaður réttilega Lilja á túr.

Ég er því alltaf á höttunum eftir hinum fullkomna smoothie. Smoothie sem ekki einu sinni ég get rústað. Í dag fann ég þennan dásamlega smoothie.

Hin síhressa Brynja Björk smellti mynd á Facebookið sitt af dásamlegum smoothie og ég var ekki lengi að senda henni línu og heimta uppskrift. Og uppskriftina fékk ég. Ótrúlegt en satt vantaði mig bara eitt í smoothie-inn þannig að eftir vinnu brunaði ég heim og gerði smoothie, lagði mig reyndar í klukkutíma fyrst með dótturinni til að undirbúa mig andlega.

Ég á ömurlegan blandara þannig að þetta tók smá tíma með hjálp ofurmatvinnsluvélarinnar og þolinmæði. Þegar smoothie-inn var loksins tilbúinn tók ég efins fyrsta sopann. Ég hlaut að hafa klúðrað þessu. En viti menn – þessi smoothie var sá besti sem ég hef nokkurn tímann smakkað! Ég er Brynju Björk ævinlega þakklát og tek mér það bessaleyfi að birta þessa ofureinföldu en mögnuðu uppskrift hér, nafnið valdi ég sjálf:

Bombusmoothie Brynju:

Morgunsafi (4 – 5 dl) frá Floridana
1 banani vel þroskaður
1 kúfaður bolli frosin jarðarber
2 kúfaðir bollar frosið mangó (ég reyndar lét líka smá papaya og ananas sem var allt saman í blöndu)
3-4 klakar settir út í alveg síðast, þegar hitt er búið að maukast, þá verður þetta krap.

Dugar í tvö full glös.

Og FYI þá kostar örugglega ekki meira en 1500 kaddl í nokkra svona smoothie-a en maður borgar næstum því þúsund kaddl fyrir einn á veitingastað. You do the math! Annað sparnaðarráð í boði Lilju.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: