Heimili heimskunnar…

Boot Camp hvað?!

Posted in Uncategorized by liljakatrin on júlí 18, 2010

Halló heimur!

Ég vaknaði ekki svo fersk í morgun eins og aðra morgna. Ákvað að dúndra á mig hjálminum og fara í hjólatúr á sæta, bleika hjólinu mínu. Hjólaði sex kílómetra en ég get sagt ykkur að það að hjóla sex kílómetra á gíralausu hjóli er eins og að hjóla tuttugu á trilljóngíra fjallahjóli.

Ég var nett uppgefin þegar ég kom heim en ánægð – æfing dagsins búin.

En mér skjátlaðist.

Við familían ákváðum að fara á Klambratún að leika okkur í sólinni. Til að byrja með sat ég í mestu makindum að prjóna og fylgjast með gullmolanum mínum. Svo þreyttist kærastinn og ég fékk að taka við að skemmta stjúpsyni mínum sem er fjögurra ára gamall og fullur af orku. Hann dró mig á nærliggjandi brettapall og ákvað að það væri rosalega skemmtilegt að fara í kapp upp og niður rampinn. Eftir tuttugu ferðir var ég nánast búin á því. En ekki stjúpsonurinn. Þá tók hann upp á því að keppa í því að hoppa upp á handriðið hjá pallinum, hoppa niður og hlaupa upp rampinn. Þetta var endurtekið nokkrum sinnum þangað til að ég fékk blóðbragð í munninn. Sem betur fer þurftum við að fara. Gamanið var samt ekki búið því þá þurfti að taka sprettkapp í bílinn.

Þegar heim var komið fóru kærastinn og stjúpsonurinn til ömmu en gullmolinn þurfti að sofa, og sefur enn. Ég greip því tækifærið og þreif allt hátt og lágt. Svitanði vægast sagt eins og gylta á fengitíma. Nú sit ég í mestu makindum í sófanum og bið til Guðs að ég finni fyrir löppunum á mér á morgun.

Boot Camp hvað?!

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: