Heimili heimskunnar…

Prufuakstur með EIR

Posted in Uncategorized by liljakatrin on júlí 17, 2010

Halló heimur!

Stjörnublaðamaðurinn Svanur Már Snorrason var að fjárfesta í nýjum bíl. Þrusugóðum bíl meira að segja. Bláum Passat sem mjálmar. Svanur vildi reyndar kaupa Audi en konan fékk að ráða sem Svanur segir að fylgi góðu sambandi. Ég skil þá ekki af hverju ég fæ ekki að eyða fleiri hundruð þúsundum í falleg föt á mánuði, en nóg um það.

Í gær ákváðum við að fagna þessum bílakaupum með því að fara í ísbíltúr – ég, Svanur og ristjórinn Eiríkur Jónsson. Keyptum okkur rándýran ís í Skeifunni og síðan heimtaði Eiríkur að prufukeyra bílinn aftur í vinnuna.

Ég hef aldrei setið í bíl þar sem Eiríkur er ökumaðurinn og ég játa að það fór aðeins um mig. Hvernig skyldi maðurinn keyra sem tottar blys, labbar á Berbatov-hraða, svaf einu sinni hjá konu sem er áttræð með göngugrind í dag og gekk áður fyrr í týróla-buxum?

Eiríkur kom mér á óvart. Ég treysti honum fullkomlega og hann var mjög yfirvegaður við aksturinn. Ég reyndi að koma honum úr jafnvægi með myndatöku en það er fátt sem kemur blaðamanni án hliðstæðu úr jafnvægi.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: