Heimili heimskunnar…

Dásamlegar muffins uppskriftir

Posted in Bakstur by liljakatrin on júlí 15, 2010

Halló heimur!

Íris vinkona mín sem býr í Noregi heimtaði að fá uppskriftirnar af muffinskökunum sem ég setti myndir inn af um helgina. Hér koma þær:

Jarðaberjakaka með jarðarberjarjóma (mömmu fannst þessi best)

Það sem þarf:

100 gr smjör, mjúkt

170 gr sykur

3 egg

180 gr hveiti

1 tsk lyftiduft

1/2 dl sítrónusafi

2 tsk sítrónubörkur

100 gr sýrður rjómi

Sítrónusaft:

1 dl vatn

1/2 dl sítrónusafi

1/2 dl sykur

2 tsk sítrónubörkur

Ofan á:

1/2 l rjómi, þeyttur

4 msk jarðarberjasulta eða maukuð jarðarber

250 gr fersk jarðarber

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið saman smjör og sykur í 4-5 mín. Bætið eggjum út í, einu í einu, og hrærið vel saman. Sigtið hveiti og lyftiduft saman og bætið út í degið. Blandið sítrónusafa, -berki og sýrðum rjóma út í og blandið vel saman. Setjið pappírsform ofan í múffubakka og skiptið deginu á milli formanna. Bakið í 20-25 mín. Sjóðið saman allt sem fer í saftina og hellið henni yfir kökurnar, það má líka fjarlægja pappírinn og láta þær standa í saftinni. Blandið saman þeyttum rjóma og sultu eða maukuðum berjum og setjið í topp ofan á kökurnar þegar þær hafa kólnað. Skreytið með jarðarberi.

Hnetusmjörskökur með hnetukremi og súkkulaðitoppi

Það sem þarf:

100 gr smjör, mjúkt

120 gr hnetusmjör

120 gr púðursykur

1 egg, stórt

1 tsk vanilludropar

170 gr hveiti

1 tsk lyftiduft

1 dl mjólk

Krem:

100 gr hnetusmjör

100 gr flórsykur

3-4 msk mjólk

1 tsk vanilludropar

Ofan á:

100 gr súkkulaði, brætt

1-2 msk salthnetur

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið saman smjör, hnetusmjör og púðursykur í 4-5 mín. Bætið eggi út í og hrærið vel saman ásamt vanilludropum. Sigtið hveiti og lyftiduft saman og bætið út í deigið ásamt mjólk, blandið öllu vel saman. Setjið pappírsform ofan í múffubakka og skiptið deginu á milli formanna. Bakið í 20-25 mín. Kælið kökurnar. Hrærið allt sem fer í kremið saman og smyrjið ofan á múffurnar. Setjið svolítið af bræddu súkkulaði ofan á hverja múffu og skreytið með salthnetum.

Súkkulaðikökur með fínu súkkulaðikremi

Það sem þarf:

100 gr smjör, mjúkt

200 gr sykur

2 egg, stór

170 gr hveiti

50 gr kakó

1/2 tsk matarsódi

1 dl mjólk

1 tsk vanilludropar

Krem:

150-200 gr súkkulaði, brætt við mjög vægan hita

200 gr sýrður rjómi, við stofuhita

2 msk hlynsýróp

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið saman smjör og sykur í 4-5 mín. Bætið eggjum út í, fyrst öðru og svo hinu, og hrærið vel saman. sigtið hveiti, kakó og matarsóda saman og bætið út í deigið ásamt mjólk og vanilludropum, blandið vel saman. Setjið pappírsform ofan í múffubakka og skiptið deigiinu á milli formanna. Bakið í 20-25 mín. Kælið kökurnar. Hrærið allt sem fer í kremið saman og smyrjið ofan á múffurnar. Passið að súkkulaðið sé ekki of heitt þegar þið blandið því saman við sýrða rjómann. Skreytið kökurnar eftir smekk, á þessar setti ég Nóa Kropp.

Bananakökur með hlynsírópskremi (þessar fannst mér bestar)

Það sem þarf:

100 gr smjör, mjúkt

180 gr sykur

2 egg

180 gr hveiti

1 tsk matarsódi

2 tsk vanilludropar

múskat á hnífsoddi

2 bananar, maukaðir

100 gr sýrður rjómi

Krem:

80 gr smjör, mjúkt

120 gr flórsykur

1 tsk vanillusykur

4 msk hlynsíróp

Skraut:

1 banani skorinn í sneiðar

1 tsk kanill

Aðferð:

Hitið ofninn í 180 °C. Hrærið saman smjör og sykur í 4-5 mín. Bætið eggjum út í, fyrst öðru og svo hinu, og hrærið vel saman. Sigtið hveiti og matarsóda saman og bætið út í deigið. Blandið vanilludropum, múskati, banönum og sýrðum rjóma út í og hrærið vel saman. Setjið pappírsform ofan í múffubakka og skiptið deiginu á milli formanna. Bakið í 20-25 mín. Kælið kökurnar aðeins. Hrærið allt saman sem fer í kremið og smyrjið ofan á múffurnar. Skreytið með banönum og dustið svolitlum kanil ofan á.

Tiramisú-kökur með rjómaostakremi

Það sem þarf:

100 gr smjör, mjúkt

180 gr sykur

2 egg, stór

2 tsk skyndikaffiduft

2 tsk sjóðandi vatn

220 gr hveiti

1/2 tsk matarsódi

2 tsk vanilludropar

1 dl sýrður rjómi


4 dl sterkt, lagað kaffi

2-3 msk sykur

Krem:

150 gr rjómaostur

1 dl flórsykur

2 dl rjómi, þeyttur

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið saman smjör og sykur í 4-5 mín. Bætið eggjum út í, fyrst öðru og svo hinu, og hrærið vel saman. Leysið skyndikaffi upp í sjóðandi vatni. Sigtið hveiti og matarsóda saman og bætið út í deigið ásamt skyndikaffinu, vanilludropum og sýrðum rjóma, blandið vel saman. Setjið pappírsform ofan í múffubakka og skiptið deiginu á milli formanna. Bakið í 20-25 mín. Blandið volgu kaffi og sykri saman og hellið í djúpt fat. Takið pappírinn utan af múffunum og raðið þeim ofan í vökvann í fatinu. Látið kökurnar standa í 20 mín, það er fínt að hella aðeins yfir þær, kökurnar eiga að vera blautar af kaffi. Hrærið rjómaost og flórsykur saman og smyrjið ofan á múffurnar. Setjið rjóma á toppinn og sigtið kakó ofan á eða sáldrið súkkulaði eða kaffidufti yfir.

Myndirnar sem eru hér fyrir neðan eru í réttri röð, sem sagt númer 1 er jarðarberjakakan og svo framvegis. Uppskriftirnar er að finna í 8. tölublaði Gestgjafans ásamt fleiri möffinsuppskriftum.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Eitt svar

Subscribe to comments with RSS.

  1. Íris Hauksdóttir said, on júlí 15, 2010 at 10:42 f.h.

    Vá dásamlegar ! Takk svo mikið .. ég verð að prófa þær ALLAR með tölu *


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: