Heimili heimskunnar…

Marin og blá

Posted in Uncategorized by liljakatrin on júlí 13, 2010

Halló heimur!

Í dag er þriðjudagur. Það þýðir að ég er öll út í skrámum og marin og blá. Og nei, það er ekki af því að ég á ofbeldisfullan kærasta sem betur fer heldur út af því að á mánudagskvöldum spila ég brennibolta á Klambratúni.

Klukkan átta á mánudagskvöldum hittast alls konar konur hvaðanæva af höfuðborgarsvæðinu og spila brennibolta. Konur á öllum aldri, af öllum stærðum og gerðum sameinast í því sem er ein skemmtilegasta íþrótt í heimi.

Ég þekkti bara brennibolta úr kvikmyndinni Dodgeball og sá fyrir mér í fyrsta skiptið sem ég mætti á Klambratún að gellurnar myndu dúndra í mig skiptilyklum til að herða mig upp. Ég var skíthrædd um að ég yrði svo léleg að þær myndu ganga í skrokk á mér og segja mér að dirfast ekki að mæta aftur.

Eitt var rétt hjá mér. Ég var drulluléleg í fyrsta skiptið en þessar stelpur tóku mér ótrúlega vel. Höfðu næga þolinmæði fyrir nýliðann og leyfðu mér að spreyta mig.

Nú er komnar nokkrar vikur síðan ég átti mína fyrstu brenniboltareynslu og ég er algjörlega húkkt! Leggst bara í þunglyndi ef ég kemst ekki á völlinn til að skráma mig í drasl og berjast um boltann.

Í gegnum þennan félagsskap komst ég að því að brennibolti er spilaður um alla Reykjavík. Það er meira að segja Íslandsmeistaramót í Brennó. Já, þið lásuð rétt – Íslandsmeistaramót! Núna er ég líka byrjuð að mæta í Árbæjarskóla klukkan hálf níu á miðvikudagskvöldum til að láta dúndra mig niður.

Þetta er frábær hreyfing og ég hvet allar konur sem hafa áhuga á að koma á Klambratún næsta mánudag og komast í tengsl við sinn innri stríðsmann. Þið sjáið ekki eftir því.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Eitt svar

Subscribe to comments with RSS.

  1. Svanhvít said, on júlí 13, 2010 at 11:37 f.h.

    já þetta er sko snilldin ein!!!!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: