Heimili heimskunnar…

Ekki ertu að borga fyrir þetta?

Posted in Uncategorized by liljakatrin on júlí 13, 2010

Halló heimur!

Í Sporthúsinu eru kenndir tímar sem heita Tabata. Á vefsíðu Sporthússins er Tabata lýst sem svo:

Tabata er alhliða þjálfun sem byggir á þolþjálfun og kraftþjálfun, tímarnir henta bæði byrjendum og lengra komnum og er sérstaklega góð þjálfun fyrir íþróttamenn sem vilja auka þol og súrefnisupptöku, þjálfari sér til þess að hver og einn þjálfi að ystu mörkum.

Gott og vel. Ég googlaði Tabata og sá að þetta byggist upprunalega á sex til sjö tuttugu sekúndna sprettum og tíu sekúndna hvíld á milli. Á því hver æfing ekki að taka meira en fjórtán mínútur til að sá sem hana stundar nái árangri. Er þetta víst stórsniðug leið til að auka úthald og sprengikraft og getur sá sem iðkar Tabata nokkrum sinnum í viku hlaupið hraðar og lengra eftir hvert skipti.

En þá spyr ég mig af hverju fólk er að borga mörg þúsund á mánuði til að iðka Tabata? Komiði frekar í brennó og bjóðið ykkur fram sem kóngur. Það eru sko miklu fleiri sprettir en sex til sjö og stundum fær maður varla tíu sekúndna hlé. Ef þið nennið ekki í brennó þá er líka hægt að rölta á einhvern góðan göngustíg og gera þetta sjálfur með aðstoð skeiðklukku sem er á öllum helstu símum.

Sparnaðarráð í boði Lilju.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

2 svör

Subscribe to comments with RSS.

  1. Ólöf Hugrún said, on júlí 13, 2010 at 9:30 e.h.

    Like.

  2. Johanna said, on júlí 13, 2010 at 9:31 e.h.

    like


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: