Heimili heimskunnar…

Takk fyrir að velja mig!

Posted in mamma by liljakatrin on júlí 9, 2010

Halló heimur!

Á þessum tíma fyrir nákvæmlega sex mánuðum var ég ekki orðin mamma. Ég lá á spítalarúmi á Landsspítalanum, uppfull af stílum sem áttu að setja mig af stað en allt kom fyrir ekki – ekkert barn kom. Stuttu seinna var ég færð yfir á fæðingardeildina þar sem ég var sett rækilega af stað. Átta klukkutímum seinna fæddist mér dóttir. Hún heitir Amelía Björt.

Fyrir tæpu einu og hálfu ári var ég ekki einu sinni ólétt. Hvar ætli ég væri núna ef ég hefði ekki ákveðið að detta rækilega í það eitt kvöld í Kaupmannahöfn, farið í skemmtistaðasleik og sleppt því alveg að hugsa um getnaðarvarnir?

Ég pæli eiginlega aldrei í því og mér er alveg sama hvar ég væri. Það sem skiptir máli er að Amelía valdi mig. Hún valdi líka pabba sinn og hann valdi mig. Við völdum öll hvort annað og það er dýrmætt. Það gerist ekki á hverjum degi.

Í dag er Amelía sex mánaða og ég er svo fegin að hún valdi mig. Ég get ekki hugsað um neitt sem ég hefði getað varið þessum sex mánuðum betur í. Og ég hlakka til að verja öllu lífinu í að hafa áhyggjur af henni, elska hana, dást að henni og kyssa hana.

Hún er allt í senn: lífið, tilgangurinn, innblástur, hlátur og grátur. Hún lætur mig brosa að minnsta kosti tuttugu sinnum á dag og stundum trúi ég því ekki að ég hafi skapað eitthvað sem er svona óendanlega fallegt.

Í dag, eins og alla aðra daga, lifi ég fyrir Amelíu.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

3 svör

Subscribe to comments with RSS.

 1. Þórdís Elva said, on júlí 9, 2010 at 10:56 f.h.

  Takk fyrir fallegan pistil. Sjálf var ég ekki orðin mamma fyrir 10 mánuðum síðan, og var afar brugðið þegar ég komst að því að ég ætti móðurhlutverkið í vændum. Í dag vil ég engu breyta.
  -Þórdís Elva

 2. Brynja Björk said, on júlí 9, 2010 at 6:21 e.h.

  Fallega sagt hjá þér Lilja. Sammála þessu öllu.

 3. -sms said, on júlí 13, 2010 at 9:58 e.h.

  Góður pistill 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: