Heimili heimskunnar…

Drullaðu þér í burtu tussan þín!

Posted in Uncategorized by liljakatrin on júlí 9, 2010

Halló heimur!

Ég ákvað að mölva daginn upp í hádeginu með því að fara í sund. Breiðholtslaugin varð fyrir valinu þar sem það er afar gott að taka léttan sundsprett þar. Eða það hélt ég.

Nú eru rúmir sex mánuðir síðan ég synti síðast en ég var voðalega dugleg að gera það meðan ég var með barn í maganum – ég gat ekki gert mikið annað helbjúguð og spikfeit. Ég mundi ógreinilega að ég hefði stundum verið pirruð á mínum samsundmönnum í den og í dag rifjaðist það allt upp fyrir mér aftur.

Fólkið sem syndir í Breiðholtslaug er eitthvað vangefið held ég. Þegar ég kom í laugina voru tveir að synda þannig að ég tók mér stöðu passlega frá þeim og stakk mér til sunds. Nota bene að þá var pláss fyrir að minnsta kosti tvo í viðbót í lauginni. Eftir skamma stund kom ein vel í holdum og ákvað að brenna nokkrum kaloríum á móti þeim tólf kleinuhringjum sem hún hafði fengið sér í morgunmat. Og viti menn, hún tók sér stöðu á sama stað og ég. Hún synti eins og vindurinn þrátt fyrir mikinn aukafarangur og ætlaði greinilega að ná staðnum mínum því hún synti í gríð og erg næstum því á mig. En ég gaf mig ekki. Mig langaði að hoppa ofan á hausinn á henni og drekkja henni en þorði ekki í hana þar sem hún var svona þreföld ég. Á endanum gafst hún upp, eða svo lét hún mig halda. Færði sig aðeins og baðaði öngunum út og kallaði það sund. En litli flóðhesturinn var bara að plata. Kom aftur og sparkaði næstum því í andlitið á mér á leiðinni.

Loksins fór hún upp úr þegar ég átti nokkrar ferðir eftir. Þá tók ekki betra við. Gamalt fólk með gláku. Þá forðaði ég mér í nuddpottinn.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: