Heimili heimskunnar…

Mekka menningarinnar

Posted in Uncategorized by liljakatrin on júlí 8, 2010

Halló heimur!

Ég þurfti að bregða mér á pósthúsið í Mjóddinni áðan og ákvað að rölta um þessa rótgrónu verslunarmiðstöð.

Ég get með sanni sagt að Mjóddinn er mekka menningarinnar. Þarna er allt sem þarf. Þar er apótek, útimarkaður sem er reyndar inni, matvöruverslun sem selur ansi mikið af vöru sem ég er nokkuð viss að inniheldur ólögleg efni, sjoppa, pítsastaður, bakarí, kvenfataverslun sem er með puttann á tískupúlsinum, barnafataverslun sem selur föt á útsölu á okurverði, skartgripaverslun, banki og síðast en ekki síst Rauða Kross búð sem státar sig af því að fá „gamlar vörur daglega“.

Ég hætti mér inn í Rauða Kross búðina og fjárfesti í gamalli Æsku og tösku. Fékk ég þetta tvennt á aðeins sjö hundruð krónur sem mér finnst kjarakaup fyrir slíkan fjársjóð.

Á forsíðu Æskunnar eru The Boys, strákahljómsveitin sem tryllti Norðurlöndin. Og af hverju keypti ég Æskuna með The Boys á forsíðunni? Jú, vegna þess að annar þeirra er mjög góður vinur kærastans míns. Hve fríkí er það?! Ég er alltaf að bíða eftir því að hann banki upp á hjá okkur og taki Bláu augun þín fyrir Amelíu og mig. Ég held að ég þurfi að bíða ansi lengi…

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: