Heimili heimskunnar…

Má ég kyssa hana?

Posted in mamma by liljakatrin on júlí 7, 2010

Halló heimur!

Ég fór í lönsj með tveimur undurfögrum blaðakonum á Sushi Train í dag. Sushi Train er án efa einn besti sushistaður landsins ef maður hittir á ferska bita eins og í dag. Þvílíkt lostæti! Ég mæli sérstaklega með mangó-sushinu. Svo gott að mig langar til að stunda ógeðslega subbulegt kynlíf með því og hringja síðan aldrei í það aftur!

En eftir lönsjið settumst við á kaffihúsið við hliðna á Sushi Train og spjölluðum um ljótt fólk.

Í þann mund kemur lítil, krúttleg stelpa. Nokkrum árum eldri en Amelía og heitir Embla. Embla tók ástfóstri við Amelíu eins og mörg börn gera. Hún sýndi henni bók og heillaði hana upp úr skónum með bleika ballerínupilsinu sem hún var í. Foreldrar Emblu reyndu í gríð og erg að fá hana til að koma með sér en ekkert gekk. Á endanum náðu þau að rjúfa þessa sterku vináttu sem myndaðist milli Amelíu og Emblu. En Embla vildi ekki fara nema kveðja Amelíu almennilega og bað bara um eitt:

„Má ég kyssa hana?“ spurði Embla og brosti ofursætt.

Ég sagði að sjálfsögðu já og Embla kyssti Amelíu á kollinn. Krúttlegra hef ég ekki séð síðan Björn Blöndal skutlaði Ornellu í ræktina.

Það er erfitt að eiga svona sætt barn sem fólk vill kyssa. Sem betur fer er hún orðin algjör bolla og því er ég hætt að hafa áhyggjur af því að hún ofmetnist af þessari fegurð, fái anorexíu og verði módel.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

2 svör

Subscribe to comments with RSS.

  1. -sms said, on júlí 7, 2010 at 10:46 e.h.

    Það er þarna að finna komment sem er ekkert annað en gullmoli 🙂 Og hvaða komment ætli það sé?

  2. tobba said, on júlí 8, 2010 at 9:35 f.h.

    Hahahahahahaha snillingur!!!!!!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: