Heimili heimskunnar…

Ég er víst ræsisdrusla

Posted in Netið by liljakatrin on júlí 7, 2010

Halló heimur!

Þegar ég var ólétt af Amelíu varð ég mikið veik á fyrstu vikum meðgöngu. Eitt sinn var ég heima í rúmlega viku þar sem ég gat með engu móti komið mér fram úr rúminu vegna hita, slens og vanlíðunar.

Einn morgun í þessari dásamlegu viku fékk ég símtal snemma morguns frá erlendu númeri. Ég svaraði hásum rómi en hefði betur sleppt því. Á hinni línunni var sjálfur forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon. Var hann mjög æstur og ég hélt um stund að ég hefði dottið niður kanínuholuna og brjálaði hattarinn væri að fokka í mér. En nei, svo gott var það ekki.

Ástþór var brjálaður út af frétt sem ég skrifaði í DV, sem var heilar fimm línur, um að hann hefði ekki borgað starfsmönnum laun. Þetta staðhæfðu starfsmenn sem höfðu unnið fyrir hann í kosningabaráttunni en Ástþór þverneitaði. Hann sakaði mig um rógburð og ætlaði að kæra mig. Bað um kennitölu sem ég veitti honum. Því næst hélt hann áfram að drulla yfir mig og DV og þá fauk í mína. Hann hafði vakið mig, óléttu konuna, og neytt mig til að hlusta á rausið á honum í margar mínútur, sem eru eins og mörg ár í Ástþór-time. Ég sagði honum pent að ég vissi hvað ég skrifaði og ég vildi ekki hlusta á þetta lengur. Því næst skellti ég á. Mér barst aldrei kæra og því hélt ég að málið væri búið.

En það var ekki svo gott. Nokkrum mánuðum seinna tók ég viðtal við mann sem kom fram undir nafni og mynd og sakaði Ástþór um að hafa ekki greitt sér laun. Þá hringdi ég í Ástþór til Spánar þar sem hann sagði enn og aftur að þetta væri ekki satt og sagði að maðurinn væri blússandi geðveikur. Ég tónaði niður orð Ástþórs og birti hans mótsvar einnig í greininni.

Í þetta sinn fékk ég ekkert símtal og engan tölvupóst. Það sem ég fékk var þessi færsla.

Ég er úr Fellunum, var spikfeit og með gleraugu í æsku, þannig að ég hef verið kölluð ýmsum nöfnum. En ræsisdrusla er ég ekki. Eða hvað finnst ykkur?

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

8 svör

Subscribe to comments with RSS.

 1. Ólöf Hugrún said, on júlí 7, 2010 at 6:40 e.h.

  Og hvað, hvernig fór með árin tvö í fangelsinu?

 2. Eva said, on júlí 7, 2010 at 7:22 e.h.

  æðislegt þegar fólk skrifar undir svona „virðingarfyllst“ … spees

 3. Hnotfreður said, on júlí 8, 2010 at 6:49 f.h.

  Þú ert sko engin ræsisrotta litla krúttsprengjan þín

 4. Björn Æ said, on júlí 29, 2010 at 6:54 e.h.

  Þegar maður er úr fellunum er maður með nógu og þykkan skráp til að láta þetta ekkert á sig fá 😉

 5. erna said, on júlí 29, 2010 at 6:57 e.h.

  haha það kemur bara mynd af pabba mínum, átti hann ekki flotta mynd af ræsisdruslunni!

  • liljakatrin said, on júlí 29, 2010 at 10:04 e.h.

   hahaha…nei hann náði ekki að stela mynd af mér því miður…en ef ég er ræsisdrusla er pabbi þinn eitthvað mikið verra í sjúkum huga ástþórs 🙂
   -L

   • erna said, on júlí 30, 2010 at 12:47 f.h.

    hahahah 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: