Heimili heimskunnar…

You have been taken gostage!

Posted in Uncategorized by liljakatrin on júlí 6, 2010

Halló heimur!

Í fyrra kláraði ég fjögurra ára BA-leiklistarnám frá rússneskum háskóla sem heitir GITIS. Aðalskólinn er í Moskvu en útibú hans í Árósum þar sem ég lagði stund á listina.

Vegna þess að skólinn er rússneskur voru leiklistar- og raddþjálfunarkennarar eingöngu rússneskir. Þeir voru oftast óþolandi en stundum ótrúlega pissfyndnir án þess að vita af því.

Rússar bera fram h sem g sem getur valdið ágætum misskilningi.

Einu sinni sagði skólastjórinn Misha mér frá því að hann væri að fara „on the fly to Copengagen“. Ég skellti upp úr, bæði vegna þess að hann ætlaði að ferðast á flugu og fara til borgar sem ég hafði aldrei heyrt um. Ég leiðrétti hann og sagði að borgin héti Copenhagen. Þá horfði hann skringilega á mig og sagði: „Yes, that’s what I said. CopenGagen!“

Eitt skipti er mér sérstaklega minnisstætt. Bekkurinn var í leiklistartíma eins og svo oft áður og einn af góðvinum mínum, Morten uppi á sviði. Misha setti út á leik hans og bað hann um að setjast á stól. Hann ætlaði að koma með ýktar aðstæður sem Morten ætti að ímynda sér að hann væri staddur í. Morten samþykkti það og treysti Misha fullkomlega. Svo kom Misha með aðstæðurnar sem voru á þessa leið:

„You have been taken gostage. What’s to do?!“ öskraði Misha á Morten.

Morten skildi ekki neitt í neinu og ekki við hin heldur. Við vorum sem eitt spurningamerki. Þá fauk í Misha og reyndi hann að tala eins skýrt og hann gat þegar hann æpti á okkur:

„Gostage! Gostage! GOSTAGE!!“

Þá rann upp ljós fyrir einhverjum í bekknum þegar hann uppgötvaði að Misha var að meina hostage.

Mikill léttir greip um sig og fögnuðu allir því að við hefðum loksins skilið hvað Misha var að segja. Því miður entist gleðin ekki lengi og náði hann aftur að rugla okkur þegar hann byrjaði að tala um „duck chocolate“.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: