Heimili heimskunnar…

Varúð! Ungbarnamamma á ferð

Posted in mamma by liljakatrin on júlí 4, 2010

Halló heimur!

Ákvað að skokka upp á Helgafellið í morgunsárið. Var pínulítið stressuð enda ekki farið á fellið síðan ég var ólétt fyrir ári síðan. Þá fór ég létt með það en hvernig yrði staðan núna?

Ég klæddi mig í æfingabuxurnar úr Zöru, æfingabolinn sem ég fékk á 200 kaddl í Rauða Kross-búð í Árósum og þúsund krónu flíspeysu sem ég keypti í einhverri tískuverslun í Danaveldi. Brunaði síðan í Hafnarfjörðinn á Friðriki, bílnum mínum sem er Daihatsu Sirion árgerð 1998.

Ég hélt í fyrsta lagi að Friðrik myndi ekki komast alla leið. Hélt að hann myndi endanlega gefast upp á holótta malarveginum sem liggur upp að Helgafelli. Hann titraði og skalf og ég er nokkuð viss um að ég heyrði hann gráta. En Friðrik gerir allt fyrir mig þannig að við komumst loksins á leiðarenda.

Það væri vægt til orða tekið að segja að Friðrik hafi skorið sig úr á bílastæðinu. Hann var umkringdur glansandi Benzum og flottum fjallajeppum. En Friðrik er með sjálfstraustið í lagi og gaf þeim bara langt nef. Ég meina, hann er með cup holder, hann er úber svalur!

Þá tók við tæplega þriggja kílómetra göngustígur að Helgafellinu sjálfu sem ég að sjálfsögðu skokkaði og fór fram úr manni og öðrum. Og allir sem ég tók fram úr voru 66°c norðaðir í drasl frá toppi til táar, rosalega margir með buff og enn fleiri með göngustafi – sem ég skil ekki, sérstaklega upp fjall sem er sirka þrisvar sinnum minna en Esjan. Á það víst að vera brennsluaukandi að nota stafi en ég er nokkuð viss um að brennslan sé meiri á skokkinu – og það er pínu óþægilegt að skokka með stafi. Plús að maður lítur út eins og maður sé með dash af downs. Skrýtið, því þannig horfði öndunarjakkafólkið á mig.

Síðan tók sjálft fjallið við og byrjar það svo bratt að það hálfa væri nóg. Brattara en mig minnti. En ég þaut upp og byrjaði að skokka áleiðis á toppinn. Fór þá fram úr enn fleiri útivistarfríkum sem ættu að vera sneggri en ungbarnamamman í öllum þessum rándýra útivistarfatnaði. Amateurs.

Ég kvittaði á toppnum og hljóp aftur niður sem er hægara sagt en gert á Helgafelli. Hélt að ég myndi fljúga á hausinn svona hundrað sinnum en á einhvern undraverðan hátt hélst ég upprétt. Þakka það áralangri brimbrettareynslu í Hvalfirðinum. Skokkaði til baka og var kominn inn í Friðrik klukkutíma seinna. Finnst það bara nokkuð gott þar sem ég er, og hata ekkert að nota það sem afsökun, ungbarnamamma.

Það var mjög frelsandi að fara á Helgafellið án þess að vera með lítið barn í maganum. Gott að vera ekki sífellt að stressa sig á því að barnið væri ekki að fá nægt súrefni af því að hýsillinn væri að kafna og lafmóður. Rosa gott líka að geta dottið án þess að skemma eitthvað inn í sér.

En hvað kennir þessi litla saga okkur? Jú, þú getur dressað þig í drasl í 66°c norður og jakka sem anda, borða og kúka fyrir þig en þú verður aldrei jafn fljótur og ungbarnamamman því ungbarnamamman er í raun ofurhetja! Dulbýr sig í ódýrum ruslfatnaði á daginn en dansar í skeljabikiníi á kvöldin.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Eitt svar

Subscribe to comments with RSS.

  1. Svanhvít said, on júlí 4, 2010 at 8:48 e.h.

    Snilldar pistlar hjá þér 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: