Heimili heimskunnar…

I have an alibi!

Posted in Uncategorized by liljakatrin on júlí 4, 2010

Halló heimur!

Ólöf vinkona mín benti mér á aðra skemmtilega sögu af móður minni hér í kommentakerfinu.

Þannig er mál með vexti að móðir mín blessunin fer ekki alltaf alveg rétt með enskt málfar. Hún er með svakalegt nikkelofnæmi, svo svakalegt að hún getur aðeins borið skartgripi úr skíragulli sem gerir það mjög erfitt að finna eitthvað ódýrt og fallegt til að gefa henni.

Eitt sinn vorum við stödd á Kanarí-eyjum þar sem foreldrar mínir hata það ekkert að fara þangað. Á Kanarí-eyjum er mikið af götusölum sem margir hverjir kunna íslenska frasa á við „bara skoða núna, kaupa seinna“ og „gott verð vinur minn“. Við stoppuðum hjá einum slíkum götusala sem vildi ekkert annað en að selja móður minni eyrnalokka. Það var alveg dautt mál enda mamma með áður nefnt ofnæmi. Móðir mín vildi að sjálfsögðu koma salanum í skilning um að hún þjáðist af nikkelofnæmi og að eyrnalokkarnir gætu hreinlega drepið hana. Því sagði hún skýrt og greinilega:

„No, I have an alibi!“

Götusalinn virtist ekki vera mikið betri í ensku en mamma og brosti bara og hélt áfram að reyna að pranga inn á okkur ýmsum varningi.

Njótið vel og lengi!

-L

Auglýsingar

Eitt svar

Subscribe to comments with RSS.

  1. stardust said, on júlí 5, 2010 at 2:54 e.h.

    Sjóna kemst upp með allt alls staðar, enginn flottari!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: